Innlent

Þór sendur til Grindavíkur með varaafl

Kjartan Kjartansson skrifar
Varðskipið Þór getur framleitt varaafl ef þörf verður á í Grindavík.
Varðskipið Þór getur framleitt varaafl ef þörf verður á í Grindavík. Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór er nú á leið til Grindavíkur þar sem það verður til taks ef framleiða þarf varaafl fyrir hluta bæjarins. Rafmagnslaust hefur verið í helmingi bæjarins frá því klukkan 13:40 í dag.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Landshelgisgæslunnar segir að ef þörf verði á aðkomu varðskipsins verði því siglt í höfn við hentug sjávarföll í fyrramálið. Þór verði til taks eins lengi og þurfa þykir.

Rafmagn komst aftur á helming Grindavíkurbæjar undir kvöld en engar frekari fréttir hafa borist frá HS Veitum um hvernig viðgerð gangi frá því klukkan 19:07.

Í færslu á Facebook-síðu Grindavíkurbæjar eftir að rafmagn komst á helming bæjarins í kvöld kom fram að enn væri ekki vitað hvað olli rafmagnsleysinu. Bæjaryfirvöld hafi gengið fast eftir að fá frekari upplýsingar um rafmagnsleysið en þær hafi ekki fengist. HS Veitur segist hafa aukinn mannskap í vinnu en hafi ekki getað gefið hugmynd um tíma.

Björgunarsveitin Þorbjörn hefur unnið að því að tryggja varaafl fyrir mikilvæga staði í bænum í dag, þar á meðal fyrir fjarskiptainnviði.


Tengdar fréttir

Komu upp varaafli fyrir fjarskipti í Grindavík

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur unnið með fleiri aðilum að því að koma varaafli á mikilvæga staði í bænum, þar á meðal fjarskiptainnviði, eftir að rafmagn fór af bænum um miðjan daginn.

Rafmagn komið á helming Grindavíkur

Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.