Innlent

Rafmagnslaust á öllu Selfossi

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Selfossi.
Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm

Straumlaust er nú á Selfossi vegna útleysingar á Selfosslínu 1. Stjórnstöð Landsnets segir að unnið sé að því að koma rafmagni aftur á bæinn.

Í tilkynningu á vef Landsnets segir að útleysingin hafi orðið í Selfosslínu 1, spenni 1 og 2 klukkan 22:20. Selfosslína 1 liggur frá Ljósafossi til Selfoss. Á Facebook-síðu Landsnets sagði um hálf ellefu leytið að unnið væri að því að senda mannskap á staðinn.

Frá HS Veitum fengust þær upplýsingar að rafmagnslaust væri í öllum bænum. Ekki sé vitað hvenær rafmagn kemst aftur á en „vonandi fljótlega“.

Rafmagnslaust var í Grindavík eftir truflun í neti HS Veitna frá klukkan 13:40 til að verða 21:00 í kvöld. Vesturhluti bæjarins fékk rafmagn aftur um sjö leytið. Talið er að brunninn háspennurofi hafi valdið trufluninni.

Uppfært 22:48 Báðir spennar á Selfossi eru komnir aftur inn. RARIK og HS Veitur vinna að því að koma rafmagni aftur á bæinn. Starfsmenn Landsnets eru á leiðinni að skoða Selfosslínu 1, að því er segir í tilkynningu frá stjórnstöð Landsnets klukkan 22:42.

Kort af Selfosslínu 1.Landsnet


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.