Heyrði fyrst af áhuga Bayern eftir stærðfræðipróf í háskólanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 10:00 Það tók Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur aðeins tvær mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Bayern München. bayern München Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk sannkallaða draumabyrjun með þýska stórliðinu Bayern München í fyrradag. Hún kann afar vel við sig hjá liðinu og er búin að koma sér vel fyrir í München þótt hún viðurkenni að það hafi verið krefjandi að flytja að heiman og til stórborgarinnar. Karólína kom inn á sem varamaður í fyrri leik Bayern og BIIK-Kazygurt í Kasakstan í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær á 65. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði hún með góðu skoti og kom Bayern í 0-5. Bæjarar unnu leikinn á endanum, 1-6, og eru því svo gott sem komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Goals, Goals, Goals! Zu den @UWCL-TV-Highlights vs. Kazygurt! https://t.co/PmHYgQCIqt #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/VyKFqtQPLF— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 4, 2021 „Ég er mjög þakklát að hafa fengið að koma inn á og inn í hópinn. Hann er rosalega sterkur núna og það eru alltaf einhverjir utan hans. Nú er bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í gær. Karólína fór út til Þýskalands í byrjun árs. Þá var hún meidd og fyrstu vikurnar í München var hún í endurhæfingu. „Ég fór í æfingahóp með meiddum leikmönnum sem eru að jafna sig eftir aðgerðir og svona. Það var ekkert smá gaman að fá loks að spila,“ sagði Karólína sem reif liðþófa í hné síðasta haust og missti fyrir vikið af síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni EM. Karólína í leik Íslands og Lettlands á Laugardalsvellinum þar sem hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.vísir/vilhelm „Þetta voru krefjandi meiðsli og það tók tíma að jafna sig á þeim. En það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn, sérstaklega fyrir andlegu hliðina,“ sagði Karólína sem hefur náð sér að fullu af meiðslunum. Ekki er langt síðan hún byrjaði að æfa eftir endurhæfinguna. „Það eru komnar tvær vikur síðan ég fór á fyrstu æfinguna með liðinu. En ég byrjaði ekki í „kontakt“ fyrr en viku seinna. Ég hef ekki æft það lengi með liðinu en það er miklu skemmtilegra en að vera bara ein í líkamsræktarsalnum og með einum þjálfara.“ Hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á Fyrsta tækifærið með Bayern kom því ekki löngu eftir að hún byrjaði að æfa með liðinu. „Já og nei,“ svaraði Karólína aðspurð hvort tækifærið með Bayern hafi komið fyrr en hún bjóst við. „Það eru meiðsli í hópnum og margir leikir. Vonandi stend ég mig áfram vel á æfingum og fæ að halda að áfram að spila. Ég hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á en það er eins og ég er. Ég er mikil keppnismanneskja og vil alltaf gera mitt besta og hjálpa liðinu. Núna þarf ég bara að koma mér aftur niður á jörðina og halda áfram að standa mig.“ Karólína niðurrignd á æfingu með Bayern.bayern münchen Bayern er eitt stærsta félag heims og Karólína segir að öll aðstaða og umgjörð þar á bæ sé eins og best verður á kosið. „Aðstaðan er mögnuð og það er haldið rosalega vel utan um liðið. Andinn í hópnum er líka ekkert smá góður. Það standa allir saman og þetta er ein stór fjölskylda hér á kampus. Það er alltaf gaman að mæta á æfingar og það var tekið svo vel á móti mér. Þetta hefur verið mjög gaman en líka erfitt að flytja frá fjölskyldunni og öllu. En að fara í svona stórt félag þar sem allt er hundrað prósent gerir þetta auðveldara,“ sagði Karólína sem verður tvítug í ágúst. Ætlaði að vera áfram heima Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Bayern í lok síðasta árs. Hún ætlaði að spila áfram með Breiðabliki en segist ekki hafa getað sagt nei við félag eins og Bayern. „Ég var í lokaprófum í háskólanum og eftir stærðfræðipróf hringdi pabbi í mig og sagði að Gylfi [Sigurðsson] umboðsmaður hafi sagt sér að segja mér að Bayern hefði áhuga. Þetta var í byrjun desember og svo fór ég út í janúar,“ sagði Karólína. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri. Ég ætlaði alltaf að taka eitt tímabil í viðbót heima en er mjög sátt að hafa tekið af skarið og farið hingað út.“ Karólína varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki. Hún kom til liðsins frá FH fyrir tímabilið 2018.vísir/bára Lið Bayern er ógnarsterkt eins og staða liðsins í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu gefur til kynna. Bayern hefur unnið alla fjórtán leiki sína og er með fimm stiga forskot á Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á morgun. „Þetta er eins sterkt lið og þau verða. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þjálfararnir eru alltaf að segja mér til. Hér eru allir svo miklir atvinnumenn en ég held alveg í við alla hérna. Nú er bara að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera,“ sagði Karólína. Var vel dekruð heima fyrir Hún var á hóteli fyrstu tvær vikurnar í München en er búin að koma sér fyrir í sinni eigin íbúð. „Það er mjög fínt að vera komin með sitt eigið pláss. En vegna Covid er þetta aðeins erfiðara, fá fólk í heimsókn og svona en vonandi lagast það,“ sagði Karólína. Hún segir að það hafi verið viðbrigði að flytja úr foreldrahúsum og ein til stórborgarinnar München. „Þetta var svolítið sjokk. Ég var vel dekruð heima fyrir,“ sagði Karolína hlæjandi. „Þurfti aldrei að elda eða neitt svo það var svolítið sjokk að þurfa að sjá um sig sjálfur. En ég held að ég sé að höndla þetta vel.“ Karólína er önnur íslenska fótboltakonan sem leikur með Bayern. Dagný Brynjarsdóttir varð þýskur meistari með liðinu 2015.bayern münchen Karólína er þýskunámi, hittir kennara tvisvar í viku einn og hálfan klukkutíma í senn og er að ná tökum á tungumálinu. „Ég var það heimsk að velja spænsku í Flensborg. Ég hefði getað unnið mér inn nokkur orð,“ sagði Karólína og hló. „En þetta fer að koma. Vonandi næ ég að pikka upp orð og svo að mynda setningar.“ Karólína og stöllur hennar í Bayern sækja Freiburg heim í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Karólína kom inn á sem varamaður í fyrri leik Bayern og BIIK-Kazygurt í Kasakstan í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær á 65. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði hún með góðu skoti og kom Bayern í 0-5. Bæjarar unnu leikinn á endanum, 1-6, og eru því svo gott sem komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Goals, Goals, Goals! Zu den @UWCL-TV-Highlights vs. Kazygurt! https://t.co/PmHYgQCIqt #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/VyKFqtQPLF— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 4, 2021 „Ég er mjög þakklát að hafa fengið að koma inn á og inn í hópinn. Hann er rosalega sterkur núna og það eru alltaf einhverjir utan hans. Nú er bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í gær. Karólína fór út til Þýskalands í byrjun árs. Þá var hún meidd og fyrstu vikurnar í München var hún í endurhæfingu. „Ég fór í æfingahóp með meiddum leikmönnum sem eru að jafna sig eftir aðgerðir og svona. Það var ekkert smá gaman að fá loks að spila,“ sagði Karólína sem reif liðþófa í hné síðasta haust og missti fyrir vikið af síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni EM. Karólína í leik Íslands og Lettlands á Laugardalsvellinum þar sem hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.vísir/vilhelm „Þetta voru krefjandi meiðsli og það tók tíma að jafna sig á þeim. En það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn, sérstaklega fyrir andlegu hliðina,“ sagði Karólína sem hefur náð sér að fullu af meiðslunum. Ekki er langt síðan hún byrjaði að æfa eftir endurhæfinguna. „Það eru komnar tvær vikur síðan ég fór á fyrstu æfinguna með liðinu. En ég byrjaði ekki í „kontakt“ fyrr en viku seinna. Ég hef ekki æft það lengi með liðinu en það er miklu skemmtilegra en að vera bara ein í líkamsræktarsalnum og með einum þjálfara.“ Hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á Fyrsta tækifærið með Bayern kom því ekki löngu eftir að hún byrjaði að æfa með liðinu. „Já og nei,“ svaraði Karólína aðspurð hvort tækifærið með Bayern hafi komið fyrr en hún bjóst við. „Það eru meiðsli í hópnum og margir leikir. Vonandi stend ég mig áfram vel á æfingum og fæ að halda að áfram að spila. Ég hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á en það er eins og ég er. Ég er mikil keppnismanneskja og vil alltaf gera mitt besta og hjálpa liðinu. Núna þarf ég bara að koma mér aftur niður á jörðina og halda áfram að standa mig.“ Karólína niðurrignd á æfingu með Bayern.bayern münchen Bayern er eitt stærsta félag heims og Karólína segir að öll aðstaða og umgjörð þar á bæ sé eins og best verður á kosið. „Aðstaðan er mögnuð og það er haldið rosalega vel utan um liðið. Andinn í hópnum er líka ekkert smá góður. Það standa allir saman og þetta er ein stór fjölskylda hér á kampus. Það er alltaf gaman að mæta á æfingar og það var tekið svo vel á móti mér. Þetta hefur verið mjög gaman en líka erfitt að flytja frá fjölskyldunni og öllu. En að fara í svona stórt félag þar sem allt er hundrað prósent gerir þetta auðveldara,“ sagði Karólína sem verður tvítug í ágúst. Ætlaði að vera áfram heima Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Bayern í lok síðasta árs. Hún ætlaði að spila áfram með Breiðabliki en segist ekki hafa getað sagt nei við félag eins og Bayern. „Ég var í lokaprófum í háskólanum og eftir stærðfræðipróf hringdi pabbi í mig og sagði að Gylfi [Sigurðsson] umboðsmaður hafi sagt sér að segja mér að Bayern hefði áhuga. Þetta var í byrjun desember og svo fór ég út í janúar,“ sagði Karólína. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri. Ég ætlaði alltaf að taka eitt tímabil í viðbót heima en er mjög sátt að hafa tekið af skarið og farið hingað út.“ Karólína varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki. Hún kom til liðsins frá FH fyrir tímabilið 2018.vísir/bára Lið Bayern er ógnarsterkt eins og staða liðsins í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu gefur til kynna. Bayern hefur unnið alla fjórtán leiki sína og er með fimm stiga forskot á Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á morgun. „Þetta er eins sterkt lið og þau verða. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þjálfararnir eru alltaf að segja mér til. Hér eru allir svo miklir atvinnumenn en ég held alveg í við alla hérna. Nú er bara að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera,“ sagði Karólína. Var vel dekruð heima fyrir Hún var á hóteli fyrstu tvær vikurnar í München en er búin að koma sér fyrir í sinni eigin íbúð. „Það er mjög fínt að vera komin með sitt eigið pláss. En vegna Covid er þetta aðeins erfiðara, fá fólk í heimsókn og svona en vonandi lagast það,“ sagði Karólína. Hún segir að það hafi verið viðbrigði að flytja úr foreldrahúsum og ein til stórborgarinnar München. „Þetta var svolítið sjokk. Ég var vel dekruð heima fyrir,“ sagði Karolína hlæjandi. „Þurfti aldrei að elda eða neitt svo það var svolítið sjokk að þurfa að sjá um sig sjálfur. En ég held að ég sé að höndla þetta vel.“ Karólína er önnur íslenska fótboltakonan sem leikur með Bayern. Dagný Brynjarsdóttir varð þýskur meistari með liðinu 2015.bayern münchen Karólína er þýskunámi, hittir kennara tvisvar í viku einn og hálfan klukkutíma í senn og er að ná tökum á tungumálinu. „Ég var það heimsk að velja spænsku í Flensborg. Ég hefði getað unnið mér inn nokkur orð,“ sagði Karólína og hló. „En þetta fer að koma. Vonandi næ ég að pikka upp orð og svo að mynda setningar.“ Karólína og stöllur hennar í Bayern sækja Freiburg heim í þýsku úrvalsdeildinni á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu