Fótbolti

Böðvar leitar sér að nýju liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
1CFB5C94AFE0750AFFCBC340EC48CF32954896FC31D76A6159C7EEB279F71F0C_713x0

Böðvar Böðvarsson hefur rift samningi sínum við pólska úrvalsdeildarliðið Jagiellonia Bialystok. Hann leitar sér nú að nýju liði.

Böðvar kom til Jagiellonia frá FH 2018. Hann lék 49 leiki í deild og bikar fyrir pólska liðið.

Böðvar, sem er 25 ára, hefur leikið fimm leiki fyrir íslenska A-landsliðið auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.

Hann varð Íslandsmeistari með FH 2015 og 2016 og lék alls 73 leiki með liðinu í efstu deild.

Samkvæmt heimildum Vísis þykir ólíklegt að Böðvar komi heim og leiki í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.