Telur ráðherra hafa misskilið svar Landspítalans um greiningu sýna Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 21:39 Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræðideildar Landspítala. Stöð 2 Yfirmaður meinafræðideildar Landspítalans segir að heilbrigðisráðherra hafi misskilið svar spítalans um hvort að hann gæti tekið að sér greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimun. Verið sé að skoða hvað þurfi til að deildin geti tekið greininguna að sér sem færist að öðrum kosti úr landi. Til stendur að greining sýna úr skimuninni færist til Danmerkur eftir að ríkið tók við henni af Krabbameinsfélaginu um áramótin. Læknaráð Landspítalans, yfirlæknar og fleiri heilbrigðisstarfsmenn hafa lýst áhyggjum af þeirri ákvörðun og kallað eftir því að greiningin fari fram hér á landi áfram. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í gær að Landspítalinn hefði vísað verkefninu frá sér þegar ráðuneytið leitaði til hans síðasta sumar. Það sagði Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræðideildar Landspítalans, misskilning í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ráðuneytið hefði sent fyrirspurn í fyrra um hvað það kostaði að greina frumusýni á meinafræðideildinni og hvort að sýnafjöldi dygði til þess að halda uppi hæfni starfsfólks til framtíðar. Jón Gunnlaugur sagðist ekki hafa skilið bréfið sem ósk um að deildin tæki verkefnið að sér. Svar spítalans þá hafi verið að meinafræðideildin hefði hvorki sérhæfðan búnað né mannskap til þess að greina sýnin. Á þeim tíma sem bréfið barst segir Jón Gunnlaugur að stjórnendur spítalans hefðu ekki vitað betur en að Krabbameinsfélagið ætlaði að sinna greiningunni áfram eða að til stæði að færa hana þaðan. „Við settum í þetta bréf að við teldum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði Jón Gunnlaugur. Þyrftu mannskap, búnað og húsnæði við hæfi Landspítalinn kannar nú möguleikann á að taka við greiningunni eftir að ráðuneytið sendi nýtt erindi þess efnis. Jón Gunnlaugur segir að til þess að svo yrði þyrfti að ráða sérhæft starfsfólk sem hefur menntun og reynslu til að greina sýni af þessu tagi. Þá þyrfti tækjabúnað, hvort sem hann yrði leigður eða keyptur. Væntanlega væri slíkur búnaður enn til hjá Krabbameinsfélaginu. Velti Jón Gunnlaugur upp möguleikanum á að fá tæki, starfsfólk og jafnvel húsnæðið sem Krabbameinsfélagið notað við greiningu sýna. „Ég er ekki að fullyrða að við getum tekið þetta að okkur. Við myndum reyna að gera það og svara því til ráðuneytisins,“ segir hann. Tók hann undir áhyggjur yfirlækna af því að greiningin færi úr landi. Sagðist hann telja það synd að verkefnið færi úr landi ef sérþekking væri til staðar á Íslandi. Hann dragi þó ekki í efa að dönsk rannsóknarstofa gæti sinnt greiningunni vel og rök gætu verið fyrir því að flytja greininguna úr landi. Hann teldi þó ástæður sem hafa verið gefnar upp fyrir því að flytja greininguna úr landi ekki standast, þar á meðal að öryggi sjúklinga væri ógnað ef greiningin færi fram hér á landi. „Mér finnst það vera dálítið vafasamt,“ sagði hann. Ákvörðunin um hvort greiningin verði áfram á Íslandi eða flytjist úr landi sé á hendi ráðuneytisins þegar það er komið með allar upplýsingar í hendur frá Landspítalanum. Rætt hafi verið um að spítalinn svari erindi ráðuneytisins fyrir 15. mars en óvíst væri hvort að það næðist fyrir þann tíma. Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. 2. mars 2021 17:44 Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Til stendur að greining sýna úr skimuninni færist til Danmerkur eftir að ríkið tók við henni af Krabbameinsfélaginu um áramótin. Læknaráð Landspítalans, yfirlæknar og fleiri heilbrigðisstarfsmenn hafa lýst áhyggjum af þeirri ákvörðun og kallað eftir því að greiningin fari fram hér á landi áfram. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í gær að Landspítalinn hefði vísað verkefninu frá sér þegar ráðuneytið leitaði til hans síðasta sumar. Það sagði Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræðideildar Landspítalans, misskilning í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ráðuneytið hefði sent fyrirspurn í fyrra um hvað það kostaði að greina frumusýni á meinafræðideildinni og hvort að sýnafjöldi dygði til þess að halda uppi hæfni starfsfólks til framtíðar. Jón Gunnlaugur sagðist ekki hafa skilið bréfið sem ósk um að deildin tæki verkefnið að sér. Svar spítalans þá hafi verið að meinafræðideildin hefði hvorki sérhæfðan búnað né mannskap til þess að greina sýnin. Á þeim tíma sem bréfið barst segir Jón Gunnlaugur að stjórnendur spítalans hefðu ekki vitað betur en að Krabbameinsfélagið ætlaði að sinna greiningunni áfram eða að til stæði að færa hana þaðan. „Við settum í þetta bréf að við teldum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði Jón Gunnlaugur. Þyrftu mannskap, búnað og húsnæði við hæfi Landspítalinn kannar nú möguleikann á að taka við greiningunni eftir að ráðuneytið sendi nýtt erindi þess efnis. Jón Gunnlaugur segir að til þess að svo yrði þyrfti að ráða sérhæft starfsfólk sem hefur menntun og reynslu til að greina sýni af þessu tagi. Þá þyrfti tækjabúnað, hvort sem hann yrði leigður eða keyptur. Væntanlega væri slíkur búnaður enn til hjá Krabbameinsfélaginu. Velti Jón Gunnlaugur upp möguleikanum á að fá tæki, starfsfólk og jafnvel húsnæðið sem Krabbameinsfélagið notað við greiningu sýna. „Ég er ekki að fullyrða að við getum tekið þetta að okkur. Við myndum reyna að gera það og svara því til ráðuneytisins,“ segir hann. Tók hann undir áhyggjur yfirlækna af því að greiningin færi úr landi. Sagðist hann telja það synd að verkefnið færi úr landi ef sérþekking væri til staðar á Íslandi. Hann dragi þó ekki í efa að dönsk rannsóknarstofa gæti sinnt greiningunni vel og rök gætu verið fyrir því að flytja greininguna úr landi. Hann teldi þó ástæður sem hafa verið gefnar upp fyrir því að flytja greininguna úr landi ekki standast, þar á meðal að öryggi sjúklinga væri ógnað ef greiningin færi fram hér á landi. „Mér finnst það vera dálítið vafasamt,“ sagði hann. Ákvörðunin um hvort greiningin verði áfram á Íslandi eða flytjist úr landi sé á hendi ráðuneytisins þegar það er komið með allar upplýsingar í hendur frá Landspítalanum. Rætt hafi verið um að spítalinn svari erindi ráðuneytisins fyrir 15. mars en óvíst væri hvort að það næðist fyrir þann tíma.
Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. 2. mars 2021 17:44 Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. 2. mars 2021 17:44
Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09