Fótbolti

Liverpool og Leipzig mætast aftur í Búdapest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sadio Mané skoraði í fyrri leik Liverpool og RB Leipzig.
Sadio Mané skoraði í fyrri leik Liverpool og RB Leipzig. getty/Christina Pahnke

Seinni leikur Liverpool og RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram á Puskás leikvanginum í Búdapest líkt og fyrri leikur liðanna.

Liverpool vann hann með tveimur mörkum gegn engu. Það var heimaleikur Leipzig og staða Englandsmeistaranna því afar góð fyrir seinni leikinn miðvikudaginn 10. mars.

Leikurinn getur ekki farið fram á Anfield í Liverpool sökum ferðatakmarkana milli Þýskalands og Englands vegna kórónuveirufaraldursins.

Manchester City og Borussia Mönchengladbach geta þó mæst á Etihad vellinum í Manchester en aðrar reglur gilda um Saxland, þar sem Leipzig er, og Norðurrín-Vestfalíu, þar sem Mönchengladbach er.

Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í fyrri leiknum gegn Leipzig. Þau má sjá hér fyrir neðan.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.