Innlent

Kortleggja minjar sem gætu farið undir hraun

Kjartan Kjartansson skrifar
Gulu og rauðu punktarnir eru friðaðar og friðlýstar menningarminjar á Reykjanesi. Fjólubláu flekkirnir sína mögulega útbreiðslu hrauns ef gos hefst nærri Keili.
Gulu og rauðu punktarnir eru friðaðar og friðlýstar menningarminjar á Reykjanesi. Fjólubláu flekkirnir sína mögulega útbreiðslu hrauns ef gos hefst nærri Keili. Minjastofnun

Friðaðar og friðlýstar minjar, þar á meðal bæjarstæði, hús og kirkjur, gætu farið undir hraun ef gos hæfist á Reykjanesi. Minjastofnun hefur kortlagt hvaða menningarminjar sem hún hefur á skrá séu í hættu út frá nýjasta spálíkani eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands.

Í Facebook-færslu segir Minjastofnun að sel, bæjarstæði, hús, kirkjur, vörður og leiðir gætu lent innan eða í grennd við svæðið sem mun hverfa undir hraun ef af gosi verður.

Veðurstofan greindi frá því í dag að óróapúls hefði mælst á flestum jarðskjálftamælum suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælist í aðdraganda eldgosa en ekki hafi þó verið staðfest að eldgos sé hafið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.