Segir að ef hann verði ekki kosinn forseti fari Messi frá Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2021 16:00 Joan Laporta vill verða forseti Barcelona á nýjan leik. getty/Albert Llop Joan Laporta segir að ef einhver annar en hann verði kosinn forseti Barcelona fari Lionel Messi frá félaginu í sumar. Forsetakosningarnar hjá Barcelona fara fram á sunnudaginn. Laporta þykir líklegastur til að verða kosinn en auk hans eru Victor Font og Toni Freixa í framboði. Laporta var áður forseti Barcelona á árunum 2003-10. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá félaginu sem hann hefur verið hjá frá aldamótum. Messi vildi fara frá Barcelona síðasta sumar en hann var verulega ósáttur við Josep Maria Bartomeu, þáverandi forseta félagsins. Ekkert varð úr því en líklegt þykir að Messi yfirgefi herbúðir Barcelona eftir þetta tímabil. Argentínski snillingurinn hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain. Laporta segir að hann einn geti komið í veg fyrir að Messi fari frá Barcelona. „Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosningarnar verður Messi ekki lengur hjá félaginu. Samband okkar er gott og það ríkir gagnkvæm virðing milli okkar,“ sagði Laporta. „Við munum gera honum tilboð í takt við stöðu félagsins. Kannski getum við ekki keppt fjárhagslega um hann en Messi stjórnast ekki af peningum. Hann vill ljúka ferlinum á eins háu getustigi og hægt er.“ Messi steig sín fyrstu skref í aðalliði Barcelona á valdatíma Laportas. Hann réði einnig Pep Guardiola til félagsins. Fjárhagsstaða Barcelona er erfið en skuldir félagsins ku nálgast milljarð evra, þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30 Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Forsetakosningarnar hjá Barcelona fara fram á sunnudaginn. Laporta þykir líklegastur til að verða kosinn en auk hans eru Victor Font og Toni Freixa í framboði. Laporta var áður forseti Barcelona á árunum 2003-10. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá félaginu sem hann hefur verið hjá frá aldamótum. Messi vildi fara frá Barcelona síðasta sumar en hann var verulega ósáttur við Josep Maria Bartomeu, þáverandi forseta félagsins. Ekkert varð úr því en líklegt þykir að Messi yfirgefi herbúðir Barcelona eftir þetta tímabil. Argentínski snillingurinn hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain. Laporta segir að hann einn geti komið í veg fyrir að Messi fari frá Barcelona. „Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosningarnar verður Messi ekki lengur hjá félaginu. Samband okkar er gott og það ríkir gagnkvæm virðing milli okkar,“ sagði Laporta. „Við munum gera honum tilboð í takt við stöðu félagsins. Kannski getum við ekki keppt fjárhagslega um hann en Messi stjórnast ekki af peningum. Hann vill ljúka ferlinum á eins háu getustigi og hægt er.“ Messi steig sín fyrstu skref í aðalliði Barcelona á valdatíma Laportas. Hann réði einnig Pep Guardiola til félagsins. Fjárhagsstaða Barcelona er erfið en skuldir félagsins ku nálgast milljarð evra, þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30 Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30
Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23