Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2021 23:56 Viðskiptavinur kemur úr verslun í Dallas. Grímuskylda verður afnumin frá og með 10. mars. AP/LM Otero Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira