Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2021 23:56 Viðskiptavinur kemur úr verslun í Dallas. Grímuskylda verður afnumin frá og með 10. mars. AP/LM Otero Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira