Leitað var að fólkinu í grennd við Keili.Vísir/Vilhelm
Kona sem leitað var að skammt frá Keili á Reykjanesskaga er kominn í leitirnar. Hún varð viðskila við samstarfsmann sinn hjá Veðurstofu Íslands, en hann fannst fyrr í dag.
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu, en þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði lögreglu og björgunarsveitir við leit að fólkinu, sem stóð yfir frá um klukkan fjögur í dag. Björgunarfólk komst í símasamband við konuna áður en hún fannst.
Maðurinn, sem fannst á undan var flutt með þyrlunni til Reykjavíkur, sem lenti um 18:20 á Reykjavíkurflugvelli.
Um var að ræða vísindamenn á vegum Veðurstofu Íslands, sem voru á svæðinu við rannsóknir í tengslum við þær miklu jarðhræringar sem skekið hefur Suðurnesin og raunar allt suðvesturhornið. Fólkið varð svo viðskila en mikil þoka og rigning hefur verið á svæðinu í allan dag.
Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.