Innlent

Fólkið sem leitað var að við Keili komið í leitirnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Leitað var að fólkinu í grennd við Keili.
Leitað var að fólkinu í grennd við Keili. Vísir/Vilhelm

Kona sem leitað var að skammt frá Keili á Reykjanesskaga er kominn í leitirnar. Hún varð viðskila við samstarfsmann sinn hjá Veðurstofu Íslands, en hann fannst fyrr í dag.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu, en þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði lögreglu og björgunarsveitir við leit að fólkinu, sem stóð yfir frá um klukkan fjögur í dag. Björgunarfólk komst í símasamband við konuna áður en hún fannst.

Maðurinn, sem fannst á undan var flutt með þyrlunni til Reykjavíkur, sem lenti um 18:20 á Reykjavíkurflugvelli. 

Um var að ræða vísindamenn á vegum Veðurstofu Íslands, sem voru á svæðinu við rannsóknir í tengslum við þær miklu jarðhræringar sem skekið hefur Suðurnesin og raunar allt suðvesturhornið. Fólkið varð svo viðskila en mikil þoka og rigning hefur verið á svæðinu í allan dag.


Tengdar fréttir

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við leit að manni sunnan við Keili

Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×