Real varð af ansi mikilvægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Real liðanna í kvöld.
Úr leik Real liðanna í kvöld. Diego Souto/Getty

Staðan var markalaus í hálfleik en það voru gestirnir frá Sociedad sem komust yfir á 55. mínútu með marki Christian Portu.

Það var ekki fyrr en á 89. mínútu sem Real jafnaði metin. Þar var á ferðinni Vinicius Junior með einungis öðru skoti Real á markið í öllum leiknum.

Lokatölur 1-1 en Real er í þriðja sætinu með 53 stig, fimm stgum á eftir grönnunum í Atletico, sem eru á toppnum og eiga leik til góða.

Barcelona er í öðru sætinu með 53 stig en Real Sociedad er í fimmta sæti með 42 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.