Yfirmaður Íslendingaliðsins fór hamförum í viðtali eftir stórleikinn en sá svo að sér Anton Ingi Leifsson skrifar 2. mars 2021 07:00 Jacob Nielsen er framkvæmdastjóri AGF. Hann var ansi pirraður eftir stórleikinn gegn FCK á sunnudag. Lars Ronbog/Getty Jón Dagur Þorsteinsson og samherjar hans í AGF voru allt annað en sáttir við hvernig leikur þeirra gegn FCK endaði á sunnudaginn. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir VAR-atvik, eftir að leikurinn var blásinn af. AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina. Danski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira
AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina.
Danski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira