Fótbolti

Ís­lending­atvenna í bikar­sigri Norr­köping

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak Bergmann fagnar.
Ísak Bergmann fagnar. heimasíða norrköping

Það voru tveir Íslendingar; Ísak Bergmann Jóhannesson og Finnur Tómas Pálmason, í byrjunarliði Norrköping sem vann 4-1 sigur á Sandvikens í sænska bikarnum í dag.

Sænska bikarkeppnin er spiluð til að byrja með í fjögurra liða riðlum og Norrköping hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum.

Finnur Tómas spilaði fyrri hálfleikinn en Ísak Bergmann spilaði fyrstu áttatíu mínúturnar.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi Gautaborgar sem gerði 1-1 jafntefli við Sundsvall.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.