Innlent

Fjórir skjálftar yfir þremur í kvöld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margir skjálftanna eiga upptök sín nærri Keili.
Margir skjálftanna eiga upptök sín nærri Keili. Vísir/Vilhelm

Fjórir jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa riðið yfir á Reykjanesskaga í kvöld. Fyrstu tveir skjálftarnir riðu yfir á áttunda tímanum í kvöld en tveir skjálftar til viðbótar yfir þremur að stærð riðu yfir á ellefta tímanum.

Fyrsti skjálftinn var 3,5 að stærð og reið yfir klukkan 19:20. Upptök hans voru um 600 metrum suðvestur af Keili. Næsti skjálfti reið yfir þremur mínútum síðar, 3,1 að stærð, og voru upptök hans 3,8 kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.

Sá þriðji stóri reið yfir klukkan 22:15 og var hann 3,5 að stærð. Átti hann upptök sín 3 kílómetra vestsuðvestur af Keili. Sá fjórði varð mínútu síðar og var hann 3,3 að stærð. Uppt0k hans voru 3,1 kílómetra austnorðaustur af Fagradalsfjalli.

Síðasta sólarhringinn hafa alls 1967 skjálftar riðið yfir á suðvesturhorninu samkvæmt gögnum á vefsíðu Veðurstofu Íslands. 113 þeirra hafa verið yfir 3 að stærð.


Tengdar fréttir

Ó­lík­legt að allt höfuð­borgar­svæðið verði rýmt ef til eld­goss kemur

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir mjög ólíklegt að höfuðborgarsvæðið allt yrði rýmt ef eldgos brytist út í nálægð við höfuðborgina. Rýmingaráætlun almannavarna ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins.

Segja að ekkert bendi til að eld­gos sé í vændum

Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.