Enski boltinn

„Mögulega mesta afrekið á ferlinum“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigursæll.
Sigursæll. vísir/Getty

Sigurganga Manchester City undanfarna mánuði telur nú tuttugu leiki í röð og hinn sigursæli Pep Guardiola trúir vart sínum eigin augum.

Eftir að hafa hikstað í upphafi móts hafa lærisveinar Guardiola verið algjörlega óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni og eiga meistaratitilinn nær vísan.

Man City tapaði síðast þann 21.nóvember þegar Tottenham hafði betur gegn meistaraefnunum.

Ruben Dias og John Stones tryggðu Man City 1-2 sigur á West Ham í gær og var það tuttugasti sigur liðsins í röð í öllum keppnum.

„Í þessum aðstæðum og á þessum tímum er það að hafa unnið 20 leiki í röð kannski mesta afrek okkar allra á ferlinum, ég held það,“ sagði Guardiola í leikslok.

„Það þýðir ekki að þú vinnir titilinn en að gera þetta á þessum hluta tímabilsins, þetta er erfiðasti kaflinn, yfir háveturinn á Englandi þar sem þú færð ekki eina viku í frí í þrjá til fjóra mánuði. Við erum að spila á þriggja daga fresti, það er Covid og það eru meiðsli.“

„Allir þessir sigrar þýða að við erum andlega sterkir,“ segir Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×