Fótbolti

Ari Freyr kom inná í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason sneri aftur á fótboltavöllinn í kvöld eftir að hafa glímt við kórónuveiruna undanfarnar vikur.

Ari Freyr hóf leik á varamannabekk Oostende þegar liðið fékk Mechelen í heimsókn í belgísku úrvalsdeildinni.

Staðan var 1-0, Oostende í vil, þegar Ara Frey var skipt inná á 84.mínútu. Strax tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Oostende forystuna og unnu Ari og félagar góðan 2-0 sigur.

Oostende í 4.sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.