Ari Freyr hóf leik á varamannabekk Oostende þegar liðið fékk Mechelen í heimsókn í belgísku úrvalsdeildinni.
Staðan var 1-0, Oostende í vil, þegar Ara Frey var skipt inná á 84.mínútu. Strax tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Oostende forystuna og unnu Ari og félagar góðan 2-0 sigur.
Oostende í 4.sæti deildarinnar.