Fótbolti

Öruggir sigrar hjá Bayern og Dort­mund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þýsku meistararnir fagna einu af fimm mörkum sínum í kvöld.
Þýsku meistararnir fagna einu af fimm mörkum sínum í kvöld. Sven Hoppe/Getty

Þýsku meistararnir í Bayern Munchen buðu til veislu gegn FC Köln í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 5-1 sigur Bæjara.

Eric Maxim Choupo-Moting skoraði fyrsta markið á átjándu mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Robert Lewandowski muninn.

Lewandowski bætti við þriðja markinu á 65. mínútu og Serge Gnabry bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk, á 82. og 86. mínútu, og lokatölur 5-1.

Dortmund vann svo 3-0 sigur á Arminia Bielefeld. Markalaust var í hálfleik en Jadon Sancho lagði upp fyrsta markið fyrir Mahmoud Dahoud á 48. mínútu.

Sancho skoraði svo sjálfur annað markið úr vítaspyrnu á 58. mínútu og Reinier rak síðasta naglann í kistu gestanna eftir sendingu Erling Braut Håland. Lokatölur 3-0.

Bayern er með 52 stig á toppi deildarinnar, fimm stigum meira en Leipzig, sem á þó leik til góða. Dortmund er í fimmta sæti deildarinnar með 39 stig. Þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Vandræði Schalke halda áfram en liðið tapaði 5-1 fyrir Stuttgart á útivelli. Schalke er á botninum, níu stigum frá öruggu sæti.

Wolfsburg vann 2-0 sigur á Herthu Berlín en Wolfsburg er í þriðja sætinu á meðan Hertha er í því fimmtánda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.