Innlent

Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skjálftinn átti upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga, líkt og margir skjálftar seinustu daga.
Skjálftinn átti upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga, líkt og margir skjálftar seinustu daga.

Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga.

Í samtali við fréttastofu segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að skjálftinn hafi mælst 5,2 að stærð. Í kjölfarið kom fjöldi minni eftirskjálfta, en þrír þeirra fundust vel, bæði á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftinn fannst vel á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Fréttastofa hefur fengið ábendingar um að skjálftinn hafi fundist víðar á höfuðborgarsvæðinu, en einnig á Selfossi, Hellu, Akranesi, Hvolsvelli og í Skorradal.

Þá hafa fréttastofu borist ábendingar um að einhverjir hafi vaknað af værum helgarblundi við skjálfandi jörð nú í morgun.

Skjálftinn sem varð nú í morgun varð á svipuðum slóðum og sá stærsti sem varð síðastliðinn miðvikudag. Sá var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:06 á miðvikudagsmorgun.

Fréttin var síðast uppfærð kl. 09:12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×