Fótbolti

Vandaði Granada ekki kveðjurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gattuso á æfingu Napoli.
Gattuso á æfingu Napoli. vísir/getty

Napoli datt úr leik í Evrópudeildinni í gær. Liðið tapaði fyrir spænska liðinu Granada og það fór ekki vel í harðjaxlinn Gennaro Gattuso.

Granada vann fyrri leikinn 2-0 og þrátt fyrir 2-1 sigur Ítalanna á heimavelli í gær dugði það ekki til. Gattuso sendi vænar pillur á kollega sinn með spænska liðið.

„Við fengum á okkur fáránlegt mark. Við vorum þrír gegn einum inn í teignum og ég man ekki eftir öðrum möguleika Granada. Við verðum að vera stoltir af því hvað við sýndum hérna í kvöld (gær),“ sagði Gattuso og hélt áfram.

„Mótherjar okkar þurfa að gera þetta að meiri virðingu. Ef ítalskt lið hefði spilað eins og þeir í kvöld þá hefði þeim verið slátrað í fjölmiðlum. Það verður að vera meiri virðing. Þeir töfðu og gerðu það í þrjár mínútur þegar það var möguleiki.“

„Ég er ekki ósáttur af því við töpuðum heldur af því leikurinn var ekki mikið í gangi,“ bætti harðjaxlinn við.

Gattuso er sagður undir pressu á Ítalíu og bæði Rafael Benitez og Maurizio Sarri hafa verið orðaðir við endurkomu til Ítalíu.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.