„Manchester United er með besta liðið í Evrópudeildinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. febrúar 2021 20:31 Leikmenn United fagna marki gegn Newcastle í ensku deildinni. EPA-EFE/Stu Forster Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir kúltúrinn hjá félaginu vera að batna og menn séu tilbúnir að vaða eld og brennistein fyrir hvorn annan. Paul Scholes segir United einnig líklegasta liðið til þess að vinna Evrópudeildina. Solskjær og lærisveinar hans eru komnir í sextán liða úrslit keppninnar eftir samnlagt 4-0 sigur á Real Sociedad. Fyrrum leiknum lauk með 4-0 sigri United á Spáni en niðurstaðan var svo markalaus á Old Trafford í gær. Þrívegis hefur United farið í undanúrslit undir stjórn Norðmannsins en aldrei hefur þeim tekist að vinna bikar undir hans stjórn. Nú eygir hann von á sínum fyrsta titli. „Þú mannst eftir ósigrunum meira en sigrunum sjálfum. Að komast í undanúrslitin þá ertu kominn svo nálægt þessu. Við höfum lent í því þrisvar og tapað svo þessi hópur veit hvernig það er,“ sagði Solskjær í samtali við BT Sport. „Við erum hópur sem er ansi þéttur. Þú kemur inn, leggur mikið á þig, við lendum í áföllum og erfiðleikum. En við viljum fara lengra og þegar þér hefur mistekist viltu gera enn betur en áður. Það er framþróun á kúlturnum.“ „Við erum með frábæra leikmenn og frábæra þjálfara,“ sagði Solskjær. Fyrrum samherji Solskjær hjá Man. United, Paul Scholes, var í settinu hjá BT Sports í gær og fjallaði um möguleika United á að fara alla leið. „Manchester United getur unnið Evrópudeildina en ég er ekki viss um hin ensku liðin. Manchester United er með besta liðið í keppninni. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá að vinna eitthvað,“ sagði Scholes. „Hin ensku liðin eru í góðum möguleika en Man. United er mun betra en Arsenla og Tottenham. Ítalski og spænski boltinn er ekki nærri því eins góður og hann var.“ Ole Gunnar Solskjaer insists 'the culture IS improving' at Manchester United https://t.co/bXRxfPfchh— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Sjá meira
Solskjær og lærisveinar hans eru komnir í sextán liða úrslit keppninnar eftir samnlagt 4-0 sigur á Real Sociedad. Fyrrum leiknum lauk með 4-0 sigri United á Spáni en niðurstaðan var svo markalaus á Old Trafford í gær. Þrívegis hefur United farið í undanúrslit undir stjórn Norðmannsins en aldrei hefur þeim tekist að vinna bikar undir hans stjórn. Nú eygir hann von á sínum fyrsta titli. „Þú mannst eftir ósigrunum meira en sigrunum sjálfum. Að komast í undanúrslitin þá ertu kominn svo nálægt þessu. Við höfum lent í því þrisvar og tapað svo þessi hópur veit hvernig það er,“ sagði Solskjær í samtali við BT Sport. „Við erum hópur sem er ansi þéttur. Þú kemur inn, leggur mikið á þig, við lendum í áföllum og erfiðleikum. En við viljum fara lengra og þegar þér hefur mistekist viltu gera enn betur en áður. Það er framþróun á kúlturnum.“ „Við erum með frábæra leikmenn og frábæra þjálfara,“ sagði Solskjær. Fyrrum samherji Solskjær hjá Man. United, Paul Scholes, var í settinu hjá BT Sports í gær og fjallaði um möguleika United á að fara alla leið. „Manchester United getur unnið Evrópudeildina en ég er ekki viss um hin ensku liðin. Manchester United er með besta liðið í keppninni. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá að vinna eitthvað,“ sagði Scholes. „Hin ensku liðin eru í góðum möguleika en Man. United er mun betra en Arsenla og Tottenham. Ítalski og spænski boltinn er ekki nærri því eins góður og hann var.“ Ole Gunnar Solskjaer insists 'the culture IS improving' at Manchester United https://t.co/bXRxfPfchh— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Sjá meira