Innlent

Ekkert lát á snörpum skjálftum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi.
Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi.

Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 

Ekkert lát virðist á skjálftavirkninni sem staðið hefur yfir á suðvesturhorninu í rúma tvo sólarhringa. Annar skjálfti að stærðinni 3,7 reið yfir norðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 17:12

Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst. Í dag hafa 21 skjálftar að stærð 3 til 4,4 mælst við norðanvert Fagradalsfjall. 

Ekkert lát á skjálftahrinunni

Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf í dag og var sá ansi snarpur. Veðurstofa Íslands tók saman fimm stærstu skjálftana þegar þeir höfðu verið yfirfarnir klukkan 12:40. Þeir riðu yfir á 25 mínútna kafla frá 11:59 til 12:24.

Sá fyrsti var 3,4 að stærð, sá stærsti 4,4 að stærð klukkan 12:06 og svo annar 3,6 að stærð klukkan 12:10.

Við bættist einn 3,4 að stærð klukkan 12:14 og annar 4,0 að stærð 12:24. Allir skjálftarnir eru staðsettir um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli.

Vísir hefur fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni sem er neðst í fréttinni hér að neðan. Þar má sjá umfjöllun um skjálftahrinuna í dag sem og síðustu tvo sólarhringa.

Fréttin hefur verið uppfærð


Tengdar fréttir

Sjá ekki nein merki um gosóróa

Vísindamenn Veðurstofu Íslands sjá engin merki um gosóróa á Reykjanesi. Ekkert lát er hins vegar á jarðskjálftavirkni á svæðinu sem sést best á því að á innan við hálftíma nú í hádeginu urðu fimm mjög snarpir skjálftar sem allir áttu upptök sín um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.