Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 22:15 Slavia Prag sló Leicester City óvænt út í kvöld. EPA-EFE/TIM KEETON Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi gerði Slavia Prag sér lítið fyrir og vann 2-0 útisigur á Leicester City í kvöld. Þar með tryggðu Tékkarnir sér farseðil í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á meðan enska félagið er úr leik. Ekki er hægt að segja að Leicester hafi stillt upp slöku liði í kvöld en Kasper Schmeichel stóð í markinu og Jamie Vardy í fremstu línu. Þá voru Jonny Evans, Çağlar Söyüncü, Wilfred Ndidi, Youri Tielemans, Marc Albrighton og Cengiz Ünder í byrjunarliðinu. Það dugði ekki í kvöld en eftir markalausan hálfleik kom Lukas Provod gestunum yfir á 49. mínútu og Abdallah Sima gulltryggði sigurinn þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-0 Slavia Prag í vil eins og áður sagði. Another European night to remember! #leisla #UEL pic.twitter.com/tpXQD0h21X— SK Slavia Prague EN (@slavia_eng) February 25, 2021 AC Milan gerði 1-1 jafntefli gegn Rauðu Stjörnunni á San Siro í Mílanó og fór því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Franck Kessie skoraði eina mark Milan úr vítaspyrnu strax á 9. mínútu leiksins. Young Boys frá Sviss gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-0 útisigur á Bayer Leverkusen eftir að hafa unnið fyrri leikinn 4-3. Þá eru Dynamo Kiev, Dinamo Zagreb, PSV Eindhoven og Roma öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi gerði Slavia Prag sér lítið fyrir og vann 2-0 útisigur á Leicester City í kvöld. Þar með tryggðu Tékkarnir sér farseðil í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á meðan enska félagið er úr leik. Ekki er hægt að segja að Leicester hafi stillt upp slöku liði í kvöld en Kasper Schmeichel stóð í markinu og Jamie Vardy í fremstu línu. Þá voru Jonny Evans, Çağlar Söyüncü, Wilfred Ndidi, Youri Tielemans, Marc Albrighton og Cengiz Ünder í byrjunarliðinu. Það dugði ekki í kvöld en eftir markalausan hálfleik kom Lukas Provod gestunum yfir á 49. mínútu og Abdallah Sima gulltryggði sigurinn þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-0 Slavia Prag í vil eins og áður sagði. Another European night to remember! #leisla #UEL pic.twitter.com/tpXQD0h21X— SK Slavia Prague EN (@slavia_eng) February 25, 2021 AC Milan gerði 1-1 jafntefli gegn Rauðu Stjörnunni á San Siro í Mílanó og fór því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Franck Kessie skoraði eina mark Milan úr vítaspyrnu strax á 9. mínútu leiksins. Young Boys frá Sviss gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-0 útisigur á Bayer Leverkusen eftir að hafa unnið fyrri leikinn 4-3. Þá eru Dynamo Kiev, Dinamo Zagreb, PSV Eindhoven og Roma öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01
Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55
Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45