Áttar sig ekki á því af hverju fólk afþakkar AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 18:44 Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum. Vísir/Egill Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir öll bóluefni við Covid-19 sem komið hafa fram jafngóð. Enginn marktækur munur sé á þeim með tilliti til aukaverkana. Hann segist ekki átta sig á því af hverju fólk hafi hafnað bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grundvelli að efnið sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni, auk þess sem fólk telji aukaverkanir AstraZeneca meiri en af hinum bóluefnunum. Bóluefni frá þremur framleiðendum hafa fengið samþykki hér á landi; AstraZeneca, Pfizer og Moderna. Björn Rúnar var spurður út í muninn á bóluefnunum með tilliti til aukaverkana í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Fyrir það fyrsta er virkni þessara bóluefna örugglega jafngóð þegar allt verður skoðað þannig að fólk verður að muna eftir því. Þegar kemur að tíðni aukaverkana er ekkert sem hefur enn sýnt sig að það sé marktækur munur á algengi aukaverkana eftir þessi bóluefni,“ sagði Björn. „Þau eru öll jafngóð og jafnörugg og fólk á bara að stökkva á vagninn og fá bólusetningu um leið og tækifæri gefst.“ Fékk sjálfur vægar aukaverkanir Hluti fólks fái vægar aukaverkanir, sérstaklega eftir fyrri bólusetninguna, og þá hafi komið fram mjög sjaldgæfar aukaverkanir á þriðja til fimmta degi. „En þær eru gríðarlega fátíðar og hafa gengið allar yfir á einum til tveimur dögum. Það gætu til dæmis verið útbrot eða meiri vöðvaverkir og hiti og slappleiki,“ sagði Björn. „Ég sjálfur er búinn að fá tvær, ég varð smá slappur og fékk smá hita í sólarhring eftir seinni bólusetninguna, ég fann ekki fyrir fyrri, og það var ekki AstraZeneca-bóluefnið. En það gekk yfir og á þriðja degi var ég orðinn fínn.“ Hefðir þú orðið spældur ef þú hefðir ekki fengið þessar aukaverkanir? „Það hefði staðfest það að ég sé að verða aldraður vegna þess að við vitum það að þessir öldruðu, þeir sem eru komnir sérstaklega yfir sjötugt, það er fátíðara að þeir fái þessar aukaverkanir.“ Hvað heldur þú að valdi því að fólk sé á þessari skoðun? „Ég hreinlega átta mig ekki á því og það er eiginlega hálfgerð ráðgáta. […] Þetta er grafalvarlegt mál og við búum í ótrúlega mikilli náðarkúlu og forréttindum, að hér eru nánast engin smit. Það er náttúrulega stórkostlegur árangur. Og ég held að þá verði fólk værukært. En það gleymir því að það er að verja sig fyrir því að það getur blossað upp aftur og það getur gert það mjög hratt og mjög fljótt.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20. febrúar 2021 23:19 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grundvelli að efnið sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni, auk þess sem fólk telji aukaverkanir AstraZeneca meiri en af hinum bóluefnunum. Bóluefni frá þremur framleiðendum hafa fengið samþykki hér á landi; AstraZeneca, Pfizer og Moderna. Björn Rúnar var spurður út í muninn á bóluefnunum með tilliti til aukaverkana í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Fyrir það fyrsta er virkni þessara bóluefna örugglega jafngóð þegar allt verður skoðað þannig að fólk verður að muna eftir því. Þegar kemur að tíðni aukaverkana er ekkert sem hefur enn sýnt sig að það sé marktækur munur á algengi aukaverkana eftir þessi bóluefni,“ sagði Björn. „Þau eru öll jafngóð og jafnörugg og fólk á bara að stökkva á vagninn og fá bólusetningu um leið og tækifæri gefst.“ Fékk sjálfur vægar aukaverkanir Hluti fólks fái vægar aukaverkanir, sérstaklega eftir fyrri bólusetninguna, og þá hafi komið fram mjög sjaldgæfar aukaverkanir á þriðja til fimmta degi. „En þær eru gríðarlega fátíðar og hafa gengið allar yfir á einum til tveimur dögum. Það gætu til dæmis verið útbrot eða meiri vöðvaverkir og hiti og slappleiki,“ sagði Björn. „Ég sjálfur er búinn að fá tvær, ég varð smá slappur og fékk smá hita í sólarhring eftir seinni bólusetninguna, ég fann ekki fyrir fyrri, og það var ekki AstraZeneca-bóluefnið. En það gekk yfir og á þriðja degi var ég orðinn fínn.“ Hefðir þú orðið spældur ef þú hefðir ekki fengið þessar aukaverkanir? „Það hefði staðfest það að ég sé að verða aldraður vegna þess að við vitum það að þessir öldruðu, þeir sem eru komnir sérstaklega yfir sjötugt, það er fátíðara að þeir fái þessar aukaverkanir.“ Hvað heldur þú að valdi því að fólk sé á þessari skoðun? „Ég hreinlega átta mig ekki á því og það er eiginlega hálfgerð ráðgáta. […] Þetta er grafalvarlegt mál og við búum í ótrúlega mikilli náðarkúlu og forréttindum, að hér eru nánast engin smit. Það er náttúrulega stórkostlegur árangur. Og ég held að þá verði fólk værukært. En það gleymir því að það er að verja sig fyrir því að það getur blossað upp aftur og það getur gert það mjög hratt og mjög fljótt.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20. febrúar 2021 23:19 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29
Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28
Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20. febrúar 2021 23:19