Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 13:15 Stórir jarðskjálftar riðu yfir Reykjanesið í gær í skjálftahrinu sem hófst fyrir nokkrum dögum í Krýsuvík. Vísir/Vilhelm Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. Ástæðan er sú að heimilin og fyrirtækin hafa ekki brunatryggt innbú og lausafé en slík brunatrygging er almennt innifalin í innbús- og heimilistryggingum tryggingafélaganna. Ekki er lögbundið að brunatryggja innbú og lausafé, líkt og er raunin með húseignina sjálfa, heldur er það valkvætt. Sé maður hins vegar ekki með slíka brunatryggingu og innbúið verður svo fyrir tjóni, til dæmis í jarðskjálfta, á maður ekki rétt á því að fá tjónið bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum nokkuð há Sé maður með viðeigandi tryggingu fyrir innbúi og lausafé sér tryggingafélagið um að innheimta tiltekið iðgjald sem rennur til Náttúruhamfaratryggingar. Þá á maður rétt á að fá tjónið bætt en Hulda Ragnheiður bendir á að eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum sé nokkuð há eða 200 þúsund krónur fyrir innbú og 400 þúsund krónur fyrir húseignir. Hún kveðst ekki vita til þess að svo mikið tjón hafi orðið í skjálftunum sem riðu yfir Reykjanesið í gær en bendir á að í Suðurlandsskjálftanum árið 2008, sem var 6,3 að stærð, hafi orðið mikið tjón á húseignum. Vísindamenn hafa varað við því að almenningur eigi að vera undir það búinn að stór skjálfti allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum sem liggja á milli Kleifarvatns og Bláfjalla. „Þannig að við vitum alveg að í skjálfta sem er á bilinu 6,3 til 6,5 þá munum við að líkindum sjá verulegt tjón á húsum en þau eru hins vegar almennt ágætlega tryggð vegna skyldutryggingar á þeim,“ segir Hulda Ragnheiður. Nánari upplýsingar um náttúruhamfaratryggingar má nálgast hér á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ástæðan er sú að heimilin og fyrirtækin hafa ekki brunatryggt innbú og lausafé en slík brunatrygging er almennt innifalin í innbús- og heimilistryggingum tryggingafélaganna. Ekki er lögbundið að brunatryggja innbú og lausafé, líkt og er raunin með húseignina sjálfa, heldur er það valkvætt. Sé maður hins vegar ekki með slíka brunatryggingu og innbúið verður svo fyrir tjóni, til dæmis í jarðskjálfta, á maður ekki rétt á því að fá tjónið bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum nokkuð há Sé maður með viðeigandi tryggingu fyrir innbúi og lausafé sér tryggingafélagið um að innheimta tiltekið iðgjald sem rennur til Náttúruhamfaratryggingar. Þá á maður rétt á að fá tjónið bætt en Hulda Ragnheiður bendir á að eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum sé nokkuð há eða 200 þúsund krónur fyrir innbú og 400 þúsund krónur fyrir húseignir. Hún kveðst ekki vita til þess að svo mikið tjón hafi orðið í skjálftunum sem riðu yfir Reykjanesið í gær en bendir á að í Suðurlandsskjálftanum árið 2008, sem var 6,3 að stærð, hafi orðið mikið tjón á húseignum. Vísindamenn hafa varað við því að almenningur eigi að vera undir það búinn að stór skjálfti allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum sem liggja á milli Kleifarvatns og Bláfjalla. „Þannig að við vitum alveg að í skjálfta sem er á bilinu 6,3 til 6,5 þá munum við að líkindum sjá verulegt tjón á húsum en þau eru hins vegar almennt ágætlega tryggð vegna skyldutryggingar á þeim,“ segir Hulda Ragnheiður. Nánari upplýsingar um náttúruhamfaratryggingar má nálgast hér á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira