Stjóri Atalanta segir dómarann hafa eyðilagt leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2021 16:01 Tobias Stieler gefur Remo Freuler rauða spjaldið í leik Atalanta og Real Madrid í Bergamo í gær. getty/Tullio Puglia Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, segir að dómarinn Tobias Stieler hafi eyðilagt leik liðsins gegn Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Real Madrid vann leikinn, 0-1, með marki Ferlands Mendy á 86. mínútu. Atalanta var manni færri frá 17. mínútu þegar Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Mendy. Gasperini segir að leiknum hafi lokið þegar Freuler var rekinn út af. „Ég veit ekki hver úrslitin hefðu orðið en leikurinn var eyðilagður vegna atviks sem var oftúlkað,“ sagði Gasperini eftir leikinn. „Ég er nýbúinn að fá bann heima fyrir fyrir ummæli mín. Ef ég segi eitthvað núna dæmir UEFA mig í mánaðar bann. Þetta er fótboltasjálfsmorð. Við getum ekki verið með dómara sem hafa aldrei spilað leikinn og þekkja ekki muninn á tilraun í boltann og broti. Ef þeir þekkja ekki muninn ættu þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Þeir ættu að fá fólk sem hefur spilað leikinn.“ Þrátt fyrir 0-1 tap var Gasperini nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í gær. „Við vörðumst vel og vorum nálægt því að gera markalaust jafntefli. En þetta hefði klárlega verið skemmtilegra ellefu á móti ellefu,“ sagði Gasperini. „Við hefðum getað tapað hvort sem er, ég er ekki að kvarta yfir úrslitunum, en við hefðum að minnsta kosti getað spilað okkar leik. Við erum samt sáttir og förum til Madrídar til að spila okkar leik.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01 Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Real Madrid vann leikinn, 0-1, með marki Ferlands Mendy á 86. mínútu. Atalanta var manni færri frá 17. mínútu þegar Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Mendy. Gasperini segir að leiknum hafi lokið þegar Freuler var rekinn út af. „Ég veit ekki hver úrslitin hefðu orðið en leikurinn var eyðilagður vegna atviks sem var oftúlkað,“ sagði Gasperini eftir leikinn. „Ég er nýbúinn að fá bann heima fyrir fyrir ummæli mín. Ef ég segi eitthvað núna dæmir UEFA mig í mánaðar bann. Þetta er fótboltasjálfsmorð. Við getum ekki verið með dómara sem hafa aldrei spilað leikinn og þekkja ekki muninn á tilraun í boltann og broti. Ef þeir þekkja ekki muninn ættu þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Þeir ættu að fá fólk sem hefur spilað leikinn.“ Þrátt fyrir 0-1 tap var Gasperini nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í gær. „Við vörðumst vel og vorum nálægt því að gera markalaust jafntefli. En þetta hefði klárlega verið skemmtilegra ellefu á móti ellefu,“ sagði Gasperini. „Við hefðum getað tapað hvort sem er, ég er ekki að kvarta yfir úrslitunum, en við hefðum að minnsta kosti getað spilað okkar leik. Við erum samt sáttir og förum til Madrídar til að spila okkar leik.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01 Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01
Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54