Solskjær heldur sambandi við Haaland: Sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 11:00 Erling Braut Haaland virðist vera á hárréttri braut. Getty/Lars Baron Ole Gunnar Solskjær segist enn vera í sambandi við Erling Braut Haaland, markahrókinn magnaða sem að Solskjær stýrði hjá Molde í Noregi á sínum tíma. Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira
Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira