Fótbolti

Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi

Sindri Sverrisson skrifar
Ferland Mendy fagnar með Lucas Vazquez eftir markið mikilvæga gegn Atalanta í gærkvöld.
Ferland Mendy fagnar með Lucas Vazquez eftir markið mikilvæga gegn Atalanta í gærkvöld. Getty/Tullio Puglia

Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Real vann leikinn 1-0 og er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem er á heimavelli Real 16. mars.

Markið fallega sem Mendy skoraði og atvikið þegar Svisslendingurinn Remo Freuler var rekinn af velli, má sjá hér að neðan:

Klippa: Atalanta 0-1 Real Madrid

Bakvörðurinn Joao Cancelo átti stóran þátt í 2-0 sigri Manchester City á útivelli gegn Borussia Mönchengladbach. Hann átti tvær frábærar fyrirgjafir á Bernardo Silva. Þá fyrri skallaði Silva í netið en hina seinni skallaði Silva á Gabriel Jesus sem skoraði af stuttu færi.

Mörkin tvö má sjá hér að neðan:

Klippa: Gladbach 0-2 Man. City

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.