Real vann leikinn 1-0 og er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem er á heimavelli Real 16. mars.
Markið fallega sem Mendy skoraði og atvikið þegar Svisslendingurinn Remo Freuler var rekinn af velli, má sjá hér að neðan:
Bakvörðurinn Joao Cancelo átti stóran þátt í 2-0 sigri Manchester City á útivelli gegn Borussia Mönchengladbach. Hann átti tvær frábærar fyrirgjafir á Bernardo Silva. Þá fyrri skallaði Silva í netið en hina seinni skallaði Silva á Gabriel Jesus sem skoraði af stuttu færi.
Mörkin tvö má sjá hér að neðan:

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.