Innlent

Hættu­stig vegna jarð­skjálftanna nú einnig í Ár­nes­sýslu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jarðskjálftarnir í dag hafa mælst á milli Kleifarvatns og Grindavíkurvegar. 
Jarðskjálftarnir í dag hafa mælst á milli Kleifarvatns og Grindavíkurvegar.  Vísir/vilhelm

Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í tilkynningu almannavarna að ákvörðun um hættustig í Árnessýslu sé tekin þar sem stórt svæði sé metið óstöðugt með tilliti til jarðhræringa. Harðskjálftarnir í morgun hafa verið á milli Kleifarvatns og Grindavíkurvegar. Engir skjálftar hafi fundist milli Kleifarvatns og Bláfjalla á þessu ári en þar hafi í gegnum tíðina orðið skjálftar 6,5 að stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafi jafnframt eitthvað verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hafi fallið talsvert af grjóti yfir gamla Suðurstandaveginn sem nú er aflagður. Einnig hafi tilkynningar borist af grjóthruni í Þorbirni við Grindavík, úr Keili, við Djúpavatnsleið og við Kleifarvatn.

„Ef skjálftavirkni færist austar með stærri skjálfta stækkar áhrifasvæðið og nær þá u.þ.b. yfir Reykjanesskaga, norður í Hvalfjarðarsveit, umhverfis Þingvallavatn og austur að Þjórsá. Á því svæði eru mörg fjöll sem nýtt eru til útivistar, m.a. Esjan, Hengill, Ingólfsfjall, Vífilsfell, Helgafell og Keilir. Fólki er bent á að fara varlega í bröttum hlíðum og forðast svæði þar sem grjót eða snjór getur hrunið,“ segir í tilkynningu.

Almannavarnir hvetja fólk til þess að gera sér grein fyrir hættum sem stafa af hrinum sem þessum. Auk þess eru íbúar á þekktum jarðskjálftasvæðum beðnir um að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.