Þrumu­fleygur Men­dy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mendy fagnar markinu ákaflega vel í kvöld.
Mendy fagnar markinu ákaflega vel í kvöld. Emilio Andreoli/Getty Images

Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó.

Madrídingar voru án lykilmanna en Sergio Ramos og Karim Benzema voru ekki með Madrídarliðinu vegna meiðsla.

Þeir fengu hins vegar góða byrjun því á sautjándu mínútu fékk Remo Freuler að líta rauða spjaldið fyrir brot á Ferland Mendy.

Eftir flott samspil Real var Mendy við það að sleppa einn í gegn og dómari leiksins sendi miðjumanninn í bað.

Heimamenn voru þar af leiðandi einum færri í rúmlega 75 mínútur. Real stýrði eðlilega ferðinni án þess að skapa sér afgerandi marktækifæri.

Það var svo á 86. mínútu sem fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós en þá skoraði vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy með frábæru skoti og lokatölur 1-0.

Liðin mætast aftur í Madríd í mars mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.