Hvíta húsið heitir ríkjunum 70 prósent fleiri skömmtum á viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 23:34 Víða í Bandaríkjunum hafa svokallar „pop-up“ bólusetningamiðstöðvar verið opnaðar til að þjóna ákveðnum samfélögum. epa/Justin Lane Til stendur að opna gríðarstóra bólusetningamiðstöð í Houston þar sem gefa á 126 þúsund bóluefnaskammta á næstu þremur vikum. Þá vinna heilbrigðisyfirvöld í Nevada að því nótt sem nýtan dag að framkvæmda bólusetningar sem hafa tafist. Á Rhode Island er verið að endurskipuleggja bólusetningar sem frestuðust þegar skammtar bárust ekki á réttum tíma. Allt er þetta til marks um það mikla átak sem stendur nú yfir til að komu bólusetningum í Bandaríkjunum aftur á áætlun eftir að miklir vetrarstormar leiddu til lokana á heilbrigðisstofnunum, tafa á afhendingu bóluefna og frestun bólusetninga. Áætlað er að notkun um 6 milljón skammta hafi frestast vegna veðursins en áður en það gekk yfir var þegar komið hikst í bólusetningavélina vegna takmarkaðs framboðs. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins greindi hins vegar frá því í dag að á næstu vikum yrði gefið í. Ríki gætu átt von á 14,5 milljón skömmtum á viku í stað 8,6 milljón skömmtum líkt og í janúar. Miklar vetrarhörkur hafa gert usla víða í Bandaríkjunum. Í Round Lake í Illinois féllu 40 sentimetrar af snjó aðfaranótt 16. febrúar.epa/Tannen Maury Biden lofar öllum bóluefni fyrir júlílok Fleiri en 44 milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefnum Pfizer og Moderna og um 1,4 milljónir fengu annað hvort fyrsta eða annan skammt hvern dag síðustu sjö daga. Jafnvel þótt smitum og dauðsföllum virðist vera að fækka í Bandaríkjunum segja sérfræðingar ólíklegt að það megi rekja til bólusetninganna. Ástæðan sé frekar sú að jólahátíðin sé yfirstaðin, að fólk sé að halda sig heima vegna veðurs og að fleiri sinni nú grímuskyldu og öðrum sóttvarnaráðstöfunum. Þá vara þeir við því að þróunin gæti snúist við vegna nýrra afbrigða SARS-CoV-2. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að allir þeir sem vilja þiggja bólusetningu ættu að hafa fengið hana fyrir áður en júlí er á enda. Eins og fyrr segir hefur eftirspurnin eftir bóluefnum verið langt umfram framboðið en Pfizer og Moderna gera ráð fyrir að hafa afhent 300 milljón skammta hvort í sumar og þá gerir Johnson & Johnson ráð fyrir að vera búin að afhenda 100 milljón skammta. Það nægir til að bólusetja bandarísku þjóðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Á Rhode Island er verið að endurskipuleggja bólusetningar sem frestuðust þegar skammtar bárust ekki á réttum tíma. Allt er þetta til marks um það mikla átak sem stendur nú yfir til að komu bólusetningum í Bandaríkjunum aftur á áætlun eftir að miklir vetrarstormar leiddu til lokana á heilbrigðisstofnunum, tafa á afhendingu bóluefna og frestun bólusetninga. Áætlað er að notkun um 6 milljón skammta hafi frestast vegna veðursins en áður en það gekk yfir var þegar komið hikst í bólusetningavélina vegna takmarkaðs framboðs. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins greindi hins vegar frá því í dag að á næstu vikum yrði gefið í. Ríki gætu átt von á 14,5 milljón skömmtum á viku í stað 8,6 milljón skömmtum líkt og í janúar. Miklar vetrarhörkur hafa gert usla víða í Bandaríkjunum. Í Round Lake í Illinois féllu 40 sentimetrar af snjó aðfaranótt 16. febrúar.epa/Tannen Maury Biden lofar öllum bóluefni fyrir júlílok Fleiri en 44 milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefnum Pfizer og Moderna og um 1,4 milljónir fengu annað hvort fyrsta eða annan skammt hvern dag síðustu sjö daga. Jafnvel þótt smitum og dauðsföllum virðist vera að fækka í Bandaríkjunum segja sérfræðingar ólíklegt að það megi rekja til bólusetninganna. Ástæðan sé frekar sú að jólahátíðin sé yfirstaðin, að fólk sé að halda sig heima vegna veðurs og að fleiri sinni nú grímuskyldu og öðrum sóttvarnaráðstöfunum. Þá vara þeir við því að þróunin gæti snúist við vegna nýrra afbrigða SARS-CoV-2. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að allir þeir sem vilja þiggja bólusetningu ættu að hafa fengið hana fyrir áður en júlí er á enda. Eins og fyrr segir hefur eftirspurnin eftir bóluefnum verið langt umfram framboðið en Pfizer og Moderna gera ráð fyrir að hafa afhent 300 milljón skammta hvort í sumar og þá gerir Johnson & Johnson ráð fyrir að vera búin að afhenda 100 milljón skammta. Það nægir til að bólusetja bandarísku þjóðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira