Hart tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2021 19:20 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir áskorandi hans um formannsembættið tókust á um lífskjarasamningana og skipan í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og áskorandi hans í komandi formannskjöri, Helga Guðrún Jónasdóttir, tókust harkalega á um stefnu félagsins í kjaramálum í Pallborðinu, nýjum þætti í beinni útsendingu á Vísi í dag. Helga Guðrún sagði Ragnar Þór fyrst og fremst skapa ófrið innan félagsins en Ragnar Þór sagði nauðsynlegt að forysta verkalýðshreyfingarinnar léti heyra í sér þegar gengið væri gegn kjörum launafólks. Helga Guðrún sagði Ragnar hafa klofið samstöðu verslunarmannafélaga við gerð síðustu kjarasamninga til að ganga í bandalag með Eflingu. Hann sagði lífskjarasamningana hins vegar hafa skilað auknum kaupmætti upp á tíu prósent og kjarabótum í gegnum barnabótakerfi, húsnæðiskerfið og með lækkun vaxta. Helga Gurðun Jónasdóttir sagði Ragnar Þór valda ófriði innan VR og hafa vanrækt að sinna kjörum félagsmanna.Vísir/Vilhelm Helga Guðrun sagði þetta stolnar fjaðrir þar sem Ragnar hefði rokið á dyr í miðri samningagerð. „Kosningabaráttan snýst um það meðal annars að þú raufst samstöðuna og fórst að gera bandalag við Eflingu. Þú skildir félaga þína eftir. Það er ekki mjög gott hjá formanni stéttarfélags að skilja félagana sína eftir," sagði Helga Guðrún. Ragnar Þór sagði þetta alrangt. Mikil samstaða hafi ríkt um lífskjarasamningana þegar þeir voru undirritaðir. Ragnar Þór sagði lífskjarasamningana hafa skilað tíu prósenta kaupmáttaraukningu frá því þeir voru undirritaðir. Að auki hefðu komið ýmsar kjarabætur með samningum við ríkið um skattamál og barnabætur og vextir hefðu lækkað fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá tókust þau mikið á um stöðu stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helga Guðrún sagði afskipti formanns VR af henni óeðlileg og af pólitískum toga. Formaðurinn talaði stöðugt um spillingu innan stjórna lífeyrissjóða. Sjálf sagðist Helga Guðrún hafa á árum áður starfað innan Sjálfstæðisflokksins en gengið úr honum fyrir mörgum árum og þar með sagt skilið við flokkapólitík. „Ef ég skil hann rétt felst spillingin fyrst og fremst í því að lífeyrissjóðirnir eru ekki að þjóna almenningi. Eru ekki að þjóna sjóðsfélögunum nógu vel. En það eru sjóðsfélagar sem eiga sjóðina Ragnar,“ sagði Helga Guðrún. “Nákvæmlega, ef ég má svara. Það eru sjóðsfélagar sem eiga lífeyrissjóðina og hvað er búið að vera mitt helsta baráttumál? Að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna. Aftengja atvinnurekendur og atvinnulífið í skipun stjórna lífeyrissjóðanna sem við eigum, sem sjóðsfélagar eiga. Það eru sjóðsfélagar sem eiga að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki verkalýðshreyfingin og ekki atvinnurekendur,“ sagði Ragnar Þór. Hægt er að horfa á þáttinn, sem var rúmar 70 mínútur og mjög fjörugur í heild sinni hér á Vísi. Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Pallborðið Formannskjör í VR Tengdar fréttir Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Helga Guðrún sagði Ragnar hafa klofið samstöðu verslunarmannafélaga við gerð síðustu kjarasamninga til að ganga í bandalag með Eflingu. Hann sagði lífskjarasamningana hins vegar hafa skilað auknum kaupmætti upp á tíu prósent og kjarabótum í gegnum barnabótakerfi, húsnæðiskerfið og með lækkun vaxta. Helga Gurðun Jónasdóttir sagði Ragnar Þór valda ófriði innan VR og hafa vanrækt að sinna kjörum félagsmanna.Vísir/Vilhelm Helga Guðrun sagði þetta stolnar fjaðrir þar sem Ragnar hefði rokið á dyr í miðri samningagerð. „Kosningabaráttan snýst um það meðal annars að þú raufst samstöðuna og fórst að gera bandalag við Eflingu. Þú skildir félaga þína eftir. Það er ekki mjög gott hjá formanni stéttarfélags að skilja félagana sína eftir," sagði Helga Guðrún. Ragnar Þór sagði þetta alrangt. Mikil samstaða hafi ríkt um lífskjarasamningana þegar þeir voru undirritaðir. Ragnar Þór sagði lífskjarasamningana hafa skilað tíu prósenta kaupmáttaraukningu frá því þeir voru undirritaðir. Að auki hefðu komið ýmsar kjarabætur með samningum við ríkið um skattamál og barnabætur og vextir hefðu lækkað fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá tókust þau mikið á um stöðu stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helga Guðrún sagði afskipti formanns VR af henni óeðlileg og af pólitískum toga. Formaðurinn talaði stöðugt um spillingu innan stjórna lífeyrissjóða. Sjálf sagðist Helga Guðrún hafa á árum áður starfað innan Sjálfstæðisflokksins en gengið úr honum fyrir mörgum árum og þar með sagt skilið við flokkapólitík. „Ef ég skil hann rétt felst spillingin fyrst og fremst í því að lífeyrissjóðirnir eru ekki að þjóna almenningi. Eru ekki að þjóna sjóðsfélögunum nógu vel. En það eru sjóðsfélagar sem eiga sjóðina Ragnar,“ sagði Helga Guðrún. “Nákvæmlega, ef ég má svara. Það eru sjóðsfélagar sem eiga lífeyrissjóðina og hvað er búið að vera mitt helsta baráttumál? Að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna. Aftengja atvinnurekendur og atvinnulífið í skipun stjórna lífeyrissjóðanna sem við eigum, sem sjóðsfélagar eiga. Það eru sjóðsfélagar sem eiga að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki verkalýðshreyfingin og ekki atvinnurekendur,“ sagði Ragnar Þór. Hægt er að horfa á þáttinn, sem var rúmar 70 mínútur og mjög fjörugur í heild sinni hér á Vísi.
Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Pallborðið Formannskjör í VR Tengdar fréttir Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30