Innlent

Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm

Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar.

Stærsti kostnaðarliður ríkisins vegna málsins er kostnaður Landsréttar vegna settra dómara í fjarveru fjögurra dómara í leyfi frá réttinum. Sá kostnaður nam rúmum 73 milljónum króna í árslok 2020.

Þá borgaði ríkið 36 milljónir króna í sérfræðiráðgjöf í aðdraganda og í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og yfirdeildar dómstólsins í málinu.

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu.


Tengdar fréttir

Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt

Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg.

Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu

Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×