Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 12:06 Luis Suarez fagnar hér marki fyrir Atletico Madrid en hann er þegar kominn með sextán mörk á leiktíðinni. Getty/Denis Doyle Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. Barcelona losaði sig við Luis Suarez fyrir þetta tímabil en Úrúgvæmaðurinn hefur sýnt öllum hversu stór mistök það voru að afskrifa þennan öfluga framherja. Hann er vissulega orðinn 34 ára gamall en hefur verið skotskónum í vetur. Suarez samdi við Atletico Madrid og hefur þegar skoraði 16 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Atletico er á toppnum í spænsku deildinni og fær nú möguleika til að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni. Simeone on Chelsea: Suarez can strike fear in any foe https://t.co/EIMT6WjHg3— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 „Mótherjar okkar hræðast Luis og þá skiptir það engu máli hvaða keppni það er,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea. „Hann hefur hæfileika og gæði sem allir mótherjar taka eftir. Við skulum ræða vandamál hans að skora á útivelli þegar við komum til London en við erum á heimavelli á morgun,“ sagði Simeone. Það er reyndar ekki hundrað prósent rétt því þótt að þetta sé heimaleikur spænska liðsins þá er leikurinn spilaður í Rúmeníu. Blaðamenn höfðu þá spurt Diego Simeone út í þá staðreynd að Luis Suarez hafi ekki skorað á útivelli í Meistaradeildinni síðan árið 2015. Diego Simeone places faith in Luis Suárez to use his 'gift' against Chelsea https://t.co/v1UN2uuyEX— The Guardian (@guardian) February 22, 2021 Þar sem Spánn bannar komu fólks frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýja breska afbrigðisins af kórónuveirunni þá varð að færa leikinn frá Madríd til Búkarest. Suarez hefur skorað öll sextán mörk tímabilsins í spænsku deildinni og á því enn eftir að skora í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Luis Suarez hefur skorað 26 mörk í 64 Meistaradeildarleikjum á ferlinum. Síðasta mark hans í Meistaradeildinni kom á móti Bayern München í átta liða úrslitunum í fyrra en hann skoraði 5 mörk í 7 leikjum með Barcelona í keppninni á síðustu leiktíð. Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikur Lazio og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Barcelona losaði sig við Luis Suarez fyrir þetta tímabil en Úrúgvæmaðurinn hefur sýnt öllum hversu stór mistök það voru að afskrifa þennan öfluga framherja. Hann er vissulega orðinn 34 ára gamall en hefur verið skotskónum í vetur. Suarez samdi við Atletico Madrid og hefur þegar skoraði 16 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Atletico er á toppnum í spænsku deildinni og fær nú möguleika til að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni. Simeone on Chelsea: Suarez can strike fear in any foe https://t.co/EIMT6WjHg3— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 „Mótherjar okkar hræðast Luis og þá skiptir það engu máli hvaða keppni það er,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea. „Hann hefur hæfileika og gæði sem allir mótherjar taka eftir. Við skulum ræða vandamál hans að skora á útivelli þegar við komum til London en við erum á heimavelli á morgun,“ sagði Simeone. Það er reyndar ekki hundrað prósent rétt því þótt að þetta sé heimaleikur spænska liðsins þá er leikurinn spilaður í Rúmeníu. Blaðamenn höfðu þá spurt Diego Simeone út í þá staðreynd að Luis Suarez hafi ekki skorað á útivelli í Meistaradeildinni síðan árið 2015. Diego Simeone places faith in Luis Suárez to use his 'gift' against Chelsea https://t.co/v1UN2uuyEX— The Guardian (@guardian) February 22, 2021 Þar sem Spánn bannar komu fólks frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýja breska afbrigðisins af kórónuveirunni þá varð að færa leikinn frá Madríd til Búkarest. Suarez hefur skorað öll sextán mörk tímabilsins í spænsku deildinni og á því enn eftir að skora í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Luis Suarez hefur skorað 26 mörk í 64 Meistaradeildarleikjum á ferlinum. Síðasta mark hans í Meistaradeildinni kom á móti Bayern München í átta liða úrslitunum í fyrra en hann skoraði 5 mörk í 7 leikjum með Barcelona í keppninni á síðustu leiktíð. Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikur Lazio og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira