Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 12:06 Luis Suarez fagnar hér marki fyrir Atletico Madrid en hann er þegar kominn með sextán mörk á leiktíðinni. Getty/Denis Doyle Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. Barcelona losaði sig við Luis Suarez fyrir þetta tímabil en Úrúgvæmaðurinn hefur sýnt öllum hversu stór mistök það voru að afskrifa þennan öfluga framherja. Hann er vissulega orðinn 34 ára gamall en hefur verið skotskónum í vetur. Suarez samdi við Atletico Madrid og hefur þegar skoraði 16 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Atletico er á toppnum í spænsku deildinni og fær nú möguleika til að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni. Simeone on Chelsea: Suarez can strike fear in any foe https://t.co/EIMT6WjHg3— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 „Mótherjar okkar hræðast Luis og þá skiptir það engu máli hvaða keppni það er,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea. „Hann hefur hæfileika og gæði sem allir mótherjar taka eftir. Við skulum ræða vandamál hans að skora á útivelli þegar við komum til London en við erum á heimavelli á morgun,“ sagði Simeone. Það er reyndar ekki hundrað prósent rétt því þótt að þetta sé heimaleikur spænska liðsins þá er leikurinn spilaður í Rúmeníu. Blaðamenn höfðu þá spurt Diego Simeone út í þá staðreynd að Luis Suarez hafi ekki skorað á útivelli í Meistaradeildinni síðan árið 2015. Diego Simeone places faith in Luis Suárez to use his 'gift' against Chelsea https://t.co/v1UN2uuyEX— The Guardian (@guardian) February 22, 2021 Þar sem Spánn bannar komu fólks frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýja breska afbrigðisins af kórónuveirunni þá varð að færa leikinn frá Madríd til Búkarest. Suarez hefur skorað öll sextán mörk tímabilsins í spænsku deildinni og á því enn eftir að skora í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Luis Suarez hefur skorað 26 mörk í 64 Meistaradeildarleikjum á ferlinum. Síðasta mark hans í Meistaradeildinni kom á móti Bayern München í átta liða úrslitunum í fyrra en hann skoraði 5 mörk í 7 leikjum með Barcelona í keppninni á síðustu leiktíð. Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikur Lazio og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Barcelona losaði sig við Luis Suarez fyrir þetta tímabil en Úrúgvæmaðurinn hefur sýnt öllum hversu stór mistök það voru að afskrifa þennan öfluga framherja. Hann er vissulega orðinn 34 ára gamall en hefur verið skotskónum í vetur. Suarez samdi við Atletico Madrid og hefur þegar skoraði 16 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Atletico er á toppnum í spænsku deildinni og fær nú möguleika til að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni. Simeone on Chelsea: Suarez can strike fear in any foe https://t.co/EIMT6WjHg3— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 „Mótherjar okkar hræðast Luis og þá skiptir það engu máli hvaða keppni það er,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea. „Hann hefur hæfileika og gæði sem allir mótherjar taka eftir. Við skulum ræða vandamál hans að skora á útivelli þegar við komum til London en við erum á heimavelli á morgun,“ sagði Simeone. Það er reyndar ekki hundrað prósent rétt því þótt að þetta sé heimaleikur spænska liðsins þá er leikurinn spilaður í Rúmeníu. Blaðamenn höfðu þá spurt Diego Simeone út í þá staðreynd að Luis Suarez hafi ekki skorað á útivelli í Meistaradeildinni síðan árið 2015. Diego Simeone places faith in Luis Suárez to use his 'gift' against Chelsea https://t.co/v1UN2uuyEX— The Guardian (@guardian) February 22, 2021 Þar sem Spánn bannar komu fólks frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýja breska afbrigðisins af kórónuveirunni þá varð að færa leikinn frá Madríd til Búkarest. Suarez hefur skorað öll sextán mörk tímabilsins í spænsku deildinni og á því enn eftir að skora í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Luis Suarez hefur skorað 26 mörk í 64 Meistaradeildarleikjum á ferlinum. Síðasta mark hans í Meistaradeildinni kom á móti Bayern München í átta liða úrslitunum í fyrra en hann skoraði 5 mörk í 7 leikjum með Barcelona í keppninni á síðustu leiktíð. Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikur Lazio og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira