Fótbolti

Búnir að missa þolin­mæðina fyrir VAR eftir leik kvöldsins: „Hvað er í gangi?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dómari leiksins dæmir að endingu rangstæðu en flestir héldu að mark yrði dæmt. 
Dómari leiksins dæmir að endingu rangstæðu en flestir héldu að mark yrði dæmt.  Lars Ronbog/Getty

VAR var tekið í notkun fyrir yfirstandandi leiktíð í Danmörku og undanfarna daga hefur tæknin verið mikið í umræðunni. Það minnkaði ekki í kvöld.

Þrjár vítaspyrnur voru dæmdar um síðustu helgi í leik FCK og Sönderjyske og allar voru þær umdeildar.

Formaður dómaranefndar og dómarinn sjálfur staðfestu svo við fjölmiðla dagana eftir leikinn að ekkert af vítunum hefðu átt að vera vítaspyrna.

FCK spilaði í kvöld gegn Lyngby á útivelli og aftur var það VAR sem kom sér í fyrirsagnirnar. Fyrst um sinn var dæmt mark af FCK vegna rangstöðu, sem virtist langt því frá, vera rangstaða.

Skömmu síðar fengu svo gestirnir í FCK ansi umdeilda vítaspyrnu er Viktor Fischer féll í teignum og dæmd var vítaspyrna.

Fólkið í Danmörku hefur misst þolinmæðina fyrir eins og sást á Twitter-færslum þar í landi en FCK og Lyngby gerðu að endingu 2-2 jafntefli.

FCK hafði verið á miklu skriði eftir erfiða byrjun á tímabilinu en missteig sig í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×