Innlent

Bein útsending: Gervigreind og gervital

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Guðnason ræðir gervigreind og gervital.
Jón Guðnason ræðir gervigreind og gervital.

Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild og forstöðumaður Mál- og raddtæknistofu, heldur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og stendur í um klukkustund.

Gervigreind er stórt fag í tækniheiminum og felst í sjálfvirknivæða tæknina á þann hátt að hún hagi sér á sjálfstæðan hátt. Talgerving er undirgrein gervigreindar og máltækni sem gengur út á að breyta rituðu máli yfir í talmál.

Viðfangsefni fyrirlesturins er gervigreind og hvernig hún er notuð til þess að búa til raddir úr texta með notkun vélræns náms og merkjavinnslu og hvernig hægt er að nota talgervingu í stærri gervigreindarkerfi og viðmót þeirra við manneskjur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×