Einn yngsti sjómaður landsins lauk fyrsta loðnutúrnum í langan tíma í Vestmannaeyjum í dag. Hann byrjaði sex ára á sjó og á ekki langt að sækja sjómennskuna því bæði pabbi hans og afi hans voru með í túrnum á skipinu Huginn VE55.
Gísli Óskarsson frétta-og tökumaður hitti kappann á bryggjunni í gær.
„Túrinn var bara mjög fínn,“ segir hinn tólf ára gamli Huginn Guðmundsson.
Það hafi verið gott hve mikið þeir fiskuðu í hali númer tvö.
„Það voru fimm hundruð og eitthvað tonn.“
Huginn segir að svo mikið hafi veiðst í hala tvö að dæla hafi þurft úr Huginn VE55 yfir í Bjarna Ólafsson, um tvö hundruð tonnum. Allt hafi hreinlega verið fullt eftir veiðina í hali tvö.
Huginn hefur farið á sjó með föður sínum frá því hann var sex ára og stefnir hátt.
Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina.
Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.