Fótbolti

Ekstra Bladet: Hjörtur á förum frá Brøndby í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby gegn Álaborg fyrr á leiktíðinni.
Hjörtur í leik með Bröndby gegn Álaborg fyrr á leiktíðinni. Lars Ronbog/Getty

Hjörtur Hermannsson er á leið frá Brøndby í sumar ef marka má heimildir danska miðilsins Ekstra Bladet.

Samningur Hjartar við danska liðið rennur út í sumar og Carsten V. Jensen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Brøndby, er sagður hafa gert upp hug sinn.

Hjörtur myndi ekki vera fastur maður hjá Brøndby í framtíðinni en hann hefur heldur ekki verið fastur maður hjá þeim gulklæddu í ár.

Hjörtur kom til Danmerkur árið 2016 er hann gekk í raðir Brøndby frá PSV.

Hann hefur leikið yfir hundrað leiki fyrir félagið en eins og áður segir rennur samningur hans við félagið út í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.