Erlent

Reyndu að fá bólu­setningu í dular­gervi eldri kvenna

Sylvía Hall skrifar
Konurnar reyndu að komast að í bólusetningu sem ætluð var 65 ára og eldri.
Konurnar reyndu að komast að í bólusetningu sem ætluð var 65 ára og eldri. Vísir/Getty

Tveimur konum í Flórída-ríki í Bandaríkjunum var vísað frá bólusetningu á miðvikudag eftir að í ljós kom að þær voru ekki eldri borgarar. Konurnar höfðu reynt að klæða sig upp sem eldri konur og voru með sólgleraugu, hanska og silkihúfur.

Þetta kemur fram í frétt AP, en konurnar höfðu breytt fæðingarári sínu á bólusetningarskírteini til að komast í bólusetningu sem var í boði fyrir 65 ára og eldri. Samkvæmt talsmanni sýslumannsins á svæðinu er útlit fyrir að þær hafi náð að útvega sér fyrsta skammti af bóluefninu, þó ekki sé vitað hvar þær fengu þá sprautu.

Konurnar fengu báðar aðvörun og mega ekki koma nálægt samkomuhúsinu þar sem bólusetningarnar fara fram, sama hvort um sýnatöku, bólusetningu eða aðra samkomu er að ræða. Geri þær það verði þær handteknar.

Rannsókn stendur nú yfir á málinu og er unnið að því að komast að því hvar þær fengu fyrri sprautuna og hvernig þeim tókst að fá tíma í bólusetningu. Í framhaldinu verða þær upplýsingar nýttar til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.