Innlent

Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skar­du

Sylvía Hall skrifar
Frá minningarathöfninni í Skardu.
Frá minningarathöfninni í Skardu. Twitter/Sajid Sadpara

Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af.

„Takk Skardu fyrir að heiðra fallna félaga mína John Snorra, JP Mohr og allt mitt (Ali Sadpara). Hjartað mitt og bænir mínar eru alltaf hjá þeim,“ skrifar Sajid Ali Sadpara, sonur Ali, á Twitter-síðu sína. Sajid hafði verið með þeim upp að fjórðu búðum en sneri þá við eftir að vandamál komu upp með súrefni hans.

Íbúar kveiktu á kertum og lögðu á götu í borginni og höfðu myndir af félögunum verið settar upp. Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra, þakkaði Skardu fyrir athöfnina á Facebook-síðu sinni í kvöld.


Tengdar fréttir

John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af

Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×