Innlent

Hjördís ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhann og Hjördís á kunnuglegum slóðum í húsakynnum almannavarnadeildar í Katrínartúni þaðan sem upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar eru sendir út.
Jóhann og Hjördís á kunnuglegum slóðum í húsakynnum almannavarnadeildar í Katrínartúni þaðan sem upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar eru sendir út.

Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hún hefur starfað á deildinni undanfarna mánuði við upplýsingamiðlun ásamt Jóhanni K. Jóhannssyni sem ráðinn var tímabundið. Hann hverfur til fyrri starfa á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að upplýsingamiðlun og samskipti við fjölmiðla sé mikilvægur hlekkur í keðju almannavarna til þess að koma skilaboðum til almennings.

„Til að mynda hafa fjölmiðlar gengt lykilhlutverki í baráttunni við COVID-19 við að flytja réttar og upplýsandi fréttir af stöðu faraldursins. Staðan í þjóðfélaginu er góð og má það þakka samstöðu þjóðarinnar en áfram þarf að gæta að samstöðu og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í tilkynningunni.

Jóhanni eru þökkuð góð störf undanfarna mánuði og óskað velfarnaðar á sínum vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×