Farbann meints barnaníðings staðfest Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2021 15:42 Rannsókn málsins er hraðað sem kostur er. vísir/vilhelm Erlendur ríkisborgari hefur verið kyrrsettur á Íslandi til fimmtudags 6. maí á þessu ári vegna gruns um kynferðisbrots gegn barni. Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira