Innlent

Ísland áfram eina græna land Evrópu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sóttvarnastofnunin gefur kortið út vikulega og byggir tölfræðin á gögnum sem safnað er í vikunni áður. Um er að ræða þrjá litakóða sem sýna hvernig staðan er í hverju Evrópulandi fyrir sig varðandi faraldurinn.
Sóttvarnastofnunin gefur kortið út vikulega og byggir tölfræðin á gögnum sem safnað er í vikunni áður. Um er að ræða þrjá litakóða sem sýna hvernig staðan er í hverju Evrópulandi fyrir sig varðandi faraldurinn.

Fjórðu vikuna í röð er Ísland eina græna landið á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins.

Á uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru nokkur svæði í Noregi einnig græn líkt og í síðustu viku en lítill hluti Grikklands sem var þá grænn er nú orðinn appelsínugulur.

Sóttvarnastofnunin gefur kortið út vikulega og byggir tölfræðin á gögnum sem safnað er í vikunni áður. Um er að ræða þrjá litakóða sem sýna hvernig staðan er í hverju Evrópulandi fyrir sig varðandi faraldurinn.

Land eða svæði fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%.

Nýgengi innanlandssmita hér á landi er 1,9 og nýgengi landamærasmita 5,2 samkvæmt tölfræði covid.is frá því í gær. Sóttvarnastofnunin aðskilur ekki nýgengi landamærasmita og innanlandssmita svo samkvæmt tölfræði þeirra, sem tekin var saman í síðustu viku, er nýgengið hér 6,59.

Enn eru nánast öll ríki Evrópu merkt með dökkrauðum eða ljósrauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Staðan er nú verst í Tékklandi þar sem nýgengið mælist 968,13.

Fyrir utan Ísland virðist staðan vera best í Noregi, sem er appelsínugult og grænt, Danmörku sem merkt er appelsínugul og Finnlandi sem er einni nánast allt appelsínugult. Stærstur hluti Grikklands er einnig appelsínugulur auk ítölsku eyjunnar Sardiníu.

Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.