Innlent

Flug­virkjar afar ó­sáttir við úr­skurð gerðar­dóms

Jakob Bjarnar skrifar
Frá samningafundi ríkisins og flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Samningamenn náðu ekki saman og var málinu þá skotið til gerðadóms. Guðmundur Úlfar, formaður Flugvirkjafélagsins, segir niðurstöðuna verri en þeir flugvirkjar gátu búist við verstri.
Frá samningafundi ríkisins og flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Samningamenn náðu ekki saman og var málinu þá skotið til gerðadóms. Guðmundur Úlfar, formaður Flugvirkjafélagsins, segir niðurstöðuna verri en þeir flugvirkjar gátu búist við verstri. vísir/vilhelm

Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag.

Flugvirkjar hafa nú verið í verkfalli frá 5. nóvember á síðasta ári. Að sögn Guðmundar Úlfars, í samtali við mbl.is, er niðurstaðan sú að kjarasamningur flugvirkja Gæslunnar til næstu tveggja ára byggi á kröfugerð ríkisins frá í október síðastliðins. Hann er afar ósáttur og segir að í engu hafi verið tekið tillit til sjónarmiða flugvirkja sem vildu lengri samning.

„Flug­virkj­ar gæsl­unn­ar eru að verða fyr­ir launatapi með þess­um samn­ing sem hleyp­ur á tug­um þúsunda,“ heldur Guðmund­ur fram í samtali við mbl.is en Vísi tókst ekki að ná tali af honum nú síðdegis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Gengið er út frá kjarahækkunum á grunnkaupi en þær ganga svo til baka á öðrum sviðum og megn sérákvæða er numið á brott.

„Þetta er verra en við gát­um átt von á verst,“

segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðsmenn og er ómyrkur í máli.

Gerðardómur er ítarlegur og eru þar ýmis samingaákvæði rakin og svo útlistun á því hvað samningurinn felur í sér. Kjarasamingurinn gildir frá 1. febrúar 2021 til 31. mars 2023 og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.

Hér má sjá launatöfluna sem tekur til grunnlauna.

Úrskurðurinn á vef ríkissáttasemjara í dag.


Tengdar fréttir

Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna.

Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.