Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir staðreyndirnar sýna að aðgerðir á landamærum hér séu ekki með þeim hörðustu í Evrópu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira