Setti svefntöflur í bjór Maradona á kvöldin og lét hann fá áfengi í morgunmat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 08:31 Diego Armando Maradona með einum af aðstoðarmönnum sínum í mars á síðasta ári. Getty/Marcos Brindicci Þær eru ekki mjög fallegar sögurnar af því hvernig hugsað var um Diego Armando Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Knattspyrnugoðsögnin Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt og tveimur vikum eftir að hann gekkst undir vel heppnaða heilaaðgerð. Fjölskylda Maradona heimtaði strax rannsókn á láti Maradona og setti fram efasemdir um hvernig var hugsað um karlinn á lokasprettinum. Nú eru menn í Argentínu farnir að velta steinum og ýmislegt að koma fram í dagsljósið. Það var vitað að Diego Maradona barðist við alkóhólisma og eiturlyfjafíkn síðustu árin í lífi hans en ekki fundust þó eiturlyf í honum við krufningu. Diego Maradona's carer crushed sleeping pills into his beer so he wasn't a nuisance at night https://t.co/UMmMN6tcUf— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2021 Nýjar fréttir af því frá Argentínu mála upp sláandi mynd af aðstæðum Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Griselda Morel, námssálfræðingur Diego sem er átta ára sonur Maradona, hefur sagt frá því sem hún var vitni af. Hún sagði að umsjónarmaður Maradona hafi sem dæmi mulið niður svefntöflur og sett út í bjór Maradona til að róa hann á nóttinni en aðallega til að losna við truflanir. Maradona á líka að hafa fengið áfengi þegar hann vaknaði á morgnanna. „Ef hann vaknaði klukkan níu um morguninn og bað um bjór þá fékk hann bjór,“ sagði umrædd Griselda Morel í yfirheyrslu sinni sem var lekið í argentínska fjölmiðla. Hún sagði líka frá því að andleg heilsa Maradona hefði hrakað mikið og dæmi um það var þegar hann sást tala í síma án þess að vera með síma í hendi. Morel kom með Dieguito þegar strákurinn heimsótti föður sinn og eyddi tíma með honum á heimili Maradona í Buenos Aires. „Í síðasta skiptið sem ég sá Diego þá kvartaði hann yfir að baðherbergið hafi verið uppi á efri hæðinni og þeir enduðu á að baða hann með slöngu,“ sagði Morel. „Hann sagðist hafa rekið eina af hjúkrunarfræðingum sínum af því að hún átti að hafa stolið frá honum,“ sagði Morel. Fótbolti Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01 Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30 Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01 Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt og tveimur vikum eftir að hann gekkst undir vel heppnaða heilaaðgerð. Fjölskylda Maradona heimtaði strax rannsókn á láti Maradona og setti fram efasemdir um hvernig var hugsað um karlinn á lokasprettinum. Nú eru menn í Argentínu farnir að velta steinum og ýmislegt að koma fram í dagsljósið. Það var vitað að Diego Maradona barðist við alkóhólisma og eiturlyfjafíkn síðustu árin í lífi hans en ekki fundust þó eiturlyf í honum við krufningu. Diego Maradona's carer crushed sleeping pills into his beer so he wasn't a nuisance at night https://t.co/UMmMN6tcUf— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2021 Nýjar fréttir af því frá Argentínu mála upp sláandi mynd af aðstæðum Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Griselda Morel, námssálfræðingur Diego sem er átta ára sonur Maradona, hefur sagt frá því sem hún var vitni af. Hún sagði að umsjónarmaður Maradona hafi sem dæmi mulið niður svefntöflur og sett út í bjór Maradona til að róa hann á nóttinni en aðallega til að losna við truflanir. Maradona á líka að hafa fengið áfengi þegar hann vaknaði á morgnanna. „Ef hann vaknaði klukkan níu um morguninn og bað um bjór þá fékk hann bjór,“ sagði umrædd Griselda Morel í yfirheyrslu sinni sem var lekið í argentínska fjölmiðla. Hún sagði líka frá því að andleg heilsa Maradona hefði hrakað mikið og dæmi um það var þegar hann sást tala í síma án þess að vera með síma í hendi. Morel kom með Dieguito þegar strákurinn heimsótti föður sinn og eyddi tíma með honum á heimili Maradona í Buenos Aires. „Í síðasta skiptið sem ég sá Diego þá kvartaði hann yfir að baðherbergið hafi verið uppi á efri hæðinni og þeir enduðu á að baða hann með slöngu,“ sagði Morel. „Hann sagðist hafa rekið eina af hjúkrunarfræðingum sínum af því að hún átti að hafa stolið frá honum,“ sagði Morel.
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01 Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30 Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01 Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira
Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01
Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30
Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01