Miklar líkur á að íslenskar raddir hætti að virka í Android-símum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 21:56 Meirihluti seldra snjallsíma á Íslandi notast við Android stýrikerfið frá Google. Getty/Mateusz Slodkowski Miklar líkur eru á því að íslensku talgervilsraddirnar Karl og Dóra hætti að virka í þeim Android snjallsímum og spjaldtölvum sem eru uppfærð í hið nýja Android 11 stýrikerfi. Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti. Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Að sögn Blindrafélagsins reiðir stór hópur fólks sig daglega á raddirnar við skjálestur og notkun snjalltækja. Vegna þessa mælir félagið gegn því að fólk sem notar raddirnar uppfæri tæki sín. Raddirnar komu fyrst á markað árið 2012 og hefur Blindrafélagið unnið að viðhaldi þeirra frá upphafi. Að sögn félagsins hefur reynst erfiðara að halda þeim við eftir að tæknirisinn Amazon keypti IVONA, framleiðanda raddanna, og er nú mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins. Voru smíðaðar til að virka á flestöllum tækjum „Það hefur tekist að virkja raddirnar í einhverjum símum eftir síðustu uppfærslu, en það er langt frá því öruggt að þær aðferðir virki fyrir alla. Við mælum því með að fólk uppfæri ekki tækin sín í Android 11 ef það vill vera 100% viss um að raddirnar haldi áfram að virka í þeirra tækjum,“ segir á vef Blindrafélagsins. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um hvaða tæki vandamálið nær til og lesa leiðbeiningar fyrir þá sem hafa nú þegar uppfært í Android 11. Talgervisraddirnar voru fyrst kynntar til leiks með pompi og prakt á degi íslenskrar tungu árið 2011 og var talað um að raddirnar væru á meðal þess sem best þekktist í heiminum á sínum tíma. Þá voru þær smíðaðar til að virka á flestöllum tölvubúnaði sem var í almennri notkun og talið að tilkoma þeirra gæti haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki gætu lesið með hefðbundnum hætti.
Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira