Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 17:53 Getty Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar. Lögreglan greindi frá því á Twitter fyrr í kvöld að sendiráðið hafi verið rýmt. Götunni var lokað á meðan rannsókn stóð yfir á „grunsamlegum aðstæðum.“ Vegfarendur voru beðnir um að finna sér aðra leið en um Dags Hammerskjöld-götu til að komast leiðar sinnar en nú fyrir stundu greindi lögreglan frá því að aðgerðum væri að ljúka, hreinsunarstarf standi yfir og að búist sé við að gatan verði opnuð aftur fljótlega. Vi har været tilstede i.f.b.m en mistænkelig genstand ved den Amerikanske Ambassade. Intet om sagen, og vi er i gang med oprydning og forventer at kunne åbne op inden for ganske kort tid. #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 17, 2021 Ekstra Bladet greindi frá því að sprengjusveitin hafi verið á vettvangi og hafi meðal annars notast við vélmennið Rulle-Marie. Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og hundar voru einnig á vettvangi. Lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvers eðlis aðgerðirnar voru eða hvaða grunsemdir var verið að rannsaka en aðgerðin hófst um klukkan 16:30 að staðartíma. Rétt fyrir klukkan sex voru íbúar í nágrenninu og sem búa fyrir ofan sendiráðið beðnir um að halda sig fjarri gluggum en skipunin barst frá manni með gjallarhorn að því er segir í frétt Ekstra Bladed. Á sama tíma var borinn út úr húsinu hlutur sem helst líktist plastflösku. „Við fyrstu sýn lítur þetta út eins og plastflaska með límbandi á,“ sagði vitni á svæðinu við Ekstra Bladet. Til stóð að taka röntgen-myndir af hlutnum. Blaðamaður B.T. á vettvangi segir að liðsmaður sprengjusveitarinnar hafi haldið á flöskunni en sá hafi að því er virðist ekki verið sérstaklega vel varinn hvað varðar sprengjuhlífðarbúnað. Fréttin verður uppfærð. Danmörk Bandaríkin Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Sjá meira
Lögreglan greindi frá því á Twitter fyrr í kvöld að sendiráðið hafi verið rýmt. Götunni var lokað á meðan rannsókn stóð yfir á „grunsamlegum aðstæðum.“ Vegfarendur voru beðnir um að finna sér aðra leið en um Dags Hammerskjöld-götu til að komast leiðar sinnar en nú fyrir stundu greindi lögreglan frá því að aðgerðum væri að ljúka, hreinsunarstarf standi yfir og að búist sé við að gatan verði opnuð aftur fljótlega. Vi har været tilstede i.f.b.m en mistænkelig genstand ved den Amerikanske Ambassade. Intet om sagen, og vi er i gang med oprydning og forventer at kunne åbne op inden for ganske kort tid. #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 17, 2021 Ekstra Bladet greindi frá því að sprengjusveitin hafi verið á vettvangi og hafi meðal annars notast við vélmennið Rulle-Marie. Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og hundar voru einnig á vettvangi. Lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvers eðlis aðgerðirnar voru eða hvaða grunsemdir var verið að rannsaka en aðgerðin hófst um klukkan 16:30 að staðartíma. Rétt fyrir klukkan sex voru íbúar í nágrenninu og sem búa fyrir ofan sendiráðið beðnir um að halda sig fjarri gluggum en skipunin barst frá manni með gjallarhorn að því er segir í frétt Ekstra Bladed. Á sama tíma var borinn út úr húsinu hlutur sem helst líktist plastflösku. „Við fyrstu sýn lítur þetta út eins og plastflaska með límbandi á,“ sagði vitni á svæðinu við Ekstra Bladet. Til stóð að taka röntgen-myndir af hlutnum. Blaðamaður B.T. á vettvangi segir að liðsmaður sprengjusveitarinnar hafi haldið á flöskunni en sá hafi að því er virðist ekki verið sérstaklega vel varinn hvað varðar sprengjuhlífðarbúnað. Fréttin verður uppfærð.
Danmörk Bandaríkin Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Sjá meira